Fara í efni  

Stjórn Akranesstofu (2008-2013)

34. fundur 21. september 2010 kl. 17:30 - 18:25

34. fundur stjórnar Akranesstofu, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 21. september 2010 og hófst hann kl. 17:30


Fundinn sátu:
Gunnhildur Björnsdóttir, formaður
Björn Guðmundsson, aðalmaður
Þorgeir Jósefsson, aðalmaður
Anna Leif Elídóttir, aðalmaður
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri
Örn Arnarson, varamaður

Fundargerð ritaði:  Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri Akranesstofu.

Fyrir tekið:

1.  1009018 - Garðakaffi
 Viðræður við Guðna H. Haraldsson, rekstraraðila Garðakaffis sem óskað hafði eftir að koma á fund stjórnarinnar.
 Stjórn Akranesstofu óskar eftir því að reglur varðandi vald forstöðumanna bæjarins á sölu búnaðar verði skýrt fram settar, til að forðast megi að atburður eins og þessi endurtaki sig í framtíðinni. Stjórn Akranesstofu harmar fyrir sitt leyti hvernig staðið var að málinu. Verkefnastjóra falið að ganga frá uppgjöri við rekstraraðila Garðakaffis.
   
2.  0903133 - Kútter Sigurfari
 Skipan framkvæmdanefndar um endurgerð Kútters Sigurfara og umræður um erindisbréf nefndarinnar.
 Fjallað var um drög að erindisbréfi nefndarinnar. Verkefnastjóra falið að færa inn þær breytingar á bréfinu sem stjórnin lagði til og senda til bæjarráðs og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Formaður kynnti tillögur um skipan nefndarinnar en hana skipa eftirtaldir: Jóhann Ársælsson, Gísli Gíslason, Haraldur Sturlaugsson og fulltrúi safnageirans auk fulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Verkefnastjóri Akranesstofu starfar með nefndinni. Stjórn Akranesstofu leggur til að bæjarráð Akraness og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykki skipan nefndarinnar.
   
3.  0909012 - Ljósmyndasafn Akraness
 Framtíð Ljósmyndasafnsins, starfsemi þess og starfsmannamál.
 Verkefnastjóri lagði fram minnisblað um málefni Ljósmyndasafnsins. Verkefnastjóra falið að afla upplýsinga um starfsemi annarra ljósmyndasafna á landinu. Enn fremur leggi hann fram kostnaðaráætlun vegna reksturs Ljósmyndasafns Akraness á næsta fundi stjórnar.
   

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:25.


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00