Fara í efni  

Starfshópur um Sementsreit

17. fundur 22. október 2015 kl. 18:00 - 21:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir formaður
  • Dagný Jónsdóttir
  • Bjarnheiður Hallsdóttir
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um Sementsreit

1409162

Íbúafundur í Tónbergi

Haldinn var íbúafundur í Tónbergi þar sem lagðar voru fram rammaskipulagshugmyndir frá þremur arkitektastofum um Sementsreitinn. Eftir kynningar á ofangreindum hugmyndum fóru fram umræður um innihald þeirra í fjórum starfshópum. Á fundinum lágu frammi spurningalistar varðandi rammaskipulagshugmyndirnar sem þátttakendur voru beðnir um að svara.

Góð þáttaka var á fundinum. Áætlað er að þátttakendur hafi verið um 170 manns.

Starfshópurinn þakkar þeim þátttakendum sem mættu á fundinn. Framlag þeirra er mikilvægt fyrir næstu skref skipulagsvinnunar sem eru að klára endanlegt deiliskipulag fyrir reitinn.

Jafnframt vill starfshópurinn þakka arktitektastofunum fyrir mjög vel unnin störf.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00