Fara í efni  

Starfshópur um Sementsreit

1. fundur 30. október 2014 kl. 17:00 - 18:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir formaður
  • Bjarnheiður Hallsdóttir
  • Dagný Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Starfshópur um Sementsreit

1409162

1.1 Erindisbréf starfshóps
Farið yfir erindsbréf starfshópsins. Velt upp hver meginmarkmið eiga að vera með vinnu starfshópsins.

1.2 Skjöl í fundargátt starfshóps
Farið yfir skjöl sem komin eru í fundargátt starfshópsins þ.m.t. gögn frá íbúafundi um Sementsreit sem haldinn var í janúar 2014. Ennfremur gögn sem kynnt voru bæjarstjórn á sínum tíma þegar Sementsreiturinn var yfirtekin. Skýrt frá tilurð annarra gagna s.s. skipulagslögum og skipulagsreglugerð.

1.3 Kaup á föstum búnaði í Sementverksmiðjunni.
SPH greindi frá áhuga erlends aðila um að vera söluaðili á föstum búnaði sem fyrir er í verksmiðjunni. Slík sala yrði væntanlega gerð í samvinnu við Sementverksmiðjuna ehf til að selja sem heildstæðastan búnað. Mál er enn á frumstigi.

1.4 Næsti fundur
Eftir að tímasetja næsta fund. Rætt um að fundarmenn kynni sér gögn sem liggja í gáttinni fyrir næsta fund starfshópsins. Næsti fundur verði síðan vettvangsferð um Sementverksmiðjuna.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00