Fara í efni  

Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

6. fundur 01. mars 2017 kl. 16:00 - 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Svala Kristín Hreinsdóttir sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Jóhannes Finnur Halldórsson aðalmaður
  • Júlíus Már Þórarinsson aðalmaður
  • Laufey Jónsdóttir starfsmaður bæjarskrifstofu
Fundargerð ritaði: Laufey Jónsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - húsnæðismál

1611136

Almenn umræða um húsnæðismál FEBAN og félagsstarfsins.


Rætt var um húsnæðismál og hvaða möguleika væru í stöðunni fyrir FEBAN og félagsstarfið.

2.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra - rekstrarfyrirkomulag

1611136

Umræða var um rekstrarfyrirkomulag á almennu félagsstarfi sem nú er í höndum FEBAN og bæjarfélagsins. Ákveðið var að skoða tvær þjónustumiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem rekstrarfyrirkomulagið er með ólíkum hætti.

3.Tómstundaráðgjöf fyrir 60 ára tilraunaverkefni

1701200

Samstarf hefur verið milli skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs í samvinnu við íþróttafulltrúa ÍA um að móta tilraunaverkefnið "Tómstundaráðgjöf fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri sem eru ekki lengur á vinnumarkaði". Aðrir samstarfsaðilar verða FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni. Sviðsstjórar skóla- og frístundasviðs og velferðar- og mannréttindasviðs ásamt Heiðrúnu Janusardóttur verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnarmála, Laufeyju Jónsdóttur verkefnisstjóra heimaþjónustu og íþróttafulltrúi ÍA munu leiða verkefnið og þróa en samstarfsaðili verður FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni.
Tilraunaverkefnið verður kynnt á aðalfundi FEBAN sem haldinn verður í mars 2017.

4.FEBAN - ferð til Tönder

1605152

Í september 2016 heimsóttu fulltrúar Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN), Akraneskaupstaðar, Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og úr stjórn Höfða, Tönder í Danmörku til að kynna sér hvernig þjónustu og samstarf við eldri borgara er háttað þar. Fulltrúar í starfshóp um samráð og stefnumótun aldraðra þau Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir formaður starfshópsins, Jóhannes Finnur Halldórsson aðalmaður og Júlíus Már Þórarinsson voru fulltrúar Akraneskaupstaðar og FEBAN í þessari ferð.
Heimsóknin var liður í stefnumótunarvinnu í málefnum aldraðra á Akranesi.
Kynningarfundur um ferðina verður haldinn í Tónbergi 9. mars nk. kl. 16:00-18:00.

Fundi slitið - kl. 17:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00