Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

25. fundur 30. janúar 2013 kl. 20:00 - 22:15

25. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18, 30. janúar 2013 og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Sævar Freyr Þráinsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:
1. 1301525 - Félag ferðaþjónustuaðila á Akranesi 2013

Magnús Freyr Ólafsson mætti á fundinn.
Magnús Freyr sagði frá starfsemi Félags ferðaþjónustuaðila á Akranesi. Einnig upplýsti Magnús Freyr næstu skref varðandi opnun og rekstur Akranesvita í sumar. Á fundinum voru lögð fram drög að samningi milli Siglingastofnunar Íslands og Akraneskaupstaðar um afnot af vitanum.

2. 1210067 - Sóknaráætlun landshlutasamtaka - samráðsvettvangur landshlutasamtaka
Fyrir fundinum lá önnur útgáfa til umræðu.

3. 1211128 - Vinna og virkni - átak til atvinnu 2013
Farið var yfir meginmarkmið verkefnisins.
4. 1211119 - IPA styrkir 2013
Á fundinum var lagt fram bréf frá bæjarstjóra þess efnis að bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hefði samþykkt fjárveitingu að fjárhæð 1,0 mkr. til að mæta kostnaði við undirbúning að umsókn á árinu 2013.

5. 1301522 - Atvinnumálastefna Akraneskaupstaðar
Ákveðið var á fundinum að fela verkefnastjóra að taka saman atvinnustefnu liðinna ára hjá Akraneskaupstað til upplýsingar og skoðunar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00