Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

17. fundur 22. febrúar 2012 - 21:00

17. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18,
 22. febrúar 2012 og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri

Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:

1.  1111090 - Markaðsráð - stofnun
 Guðjóni verkefnisstjóra er falið að setja upp lista yfir stærstu fyrirtæki á Akranesi og Akranesstofu er falið að setja upp boðsbréf til fyrirtækja á Akranesi.
   
2.  1106158 - Innovit - atvinnu- og nýsköpun
 Búið er að færa tímasetningu á atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akranesi, fram til 27. - 29. apríl.                                                                                  
   
3.  1109059 - Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins
 Niðurstöður könnunar lagðar fram og rýndar. Fundarmenn töldu áhugaverðustu niðurstöðurnar vera að 10% Akurnesinga ferðast að staðaldri á milli Akranes og Reykjavíkur vegna vinnu og skóla, 2-3% af þeim nota strætó að staðaldri. Það sem betur mætti fara miðað við þessar niðurstöður telja fundarmenn að upplýsa þurfi fólk betur um þá afsláttakosti sem eru í boði hjá strætó, að skoða þurfi betur tímasetningu ferða út frá þörfum notanda ásamt því að skoða betur tíðni ferða. Fyrirhugað er að halda opinn kynningarfund varðandi könnun á ferðatilhögun Akurnesinga milli  Akraness og höfuðborgarsvæðisins í Tónbergi, miðvikudag 14. mars n.k. kl. 20:00. Könnunin var unnin af Rannsókna- þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri 2011 og mun fulltrúi þeirra Hjördís Sigursteinsdóttir, mæta til fundarins.
   
4.  1111088 - Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar
 Reglurnar lagðar fram að nýju og lagfærðar í framhaldi af umsögnum bæjarráðs.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:00.


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00