Fara í efni  

Starfshópur um atvinnumál (2011-2013)

15. fundur 13. desember 2011 - 22:00

15. fundur starfshóps um atvinnumál, haldinn  í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18,
 þriðjudaginn 13. desember 2011 og hófst hann kl. 20:00

Fundinn sátu:
Hörður Svavarsson, aðalmaður
Ólafur Adolfsson, aðalmaður
Guðni Tryggvason, aðalmaður
Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV), formaður
Guðjón Steindórsson, verkefnisstjóri
Tómas Guðmundsson, verkefnastjóri

Fundargerð ritaði:  Guðjón Steindórsson, verkefnastjóri.

Fyrir tekið:

 

1.  1111089 - Þjónustuskrá fyrirtækja á Akranesi
 Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu mætti á fundinn til viðræðna og upplýsinga.
 Tómas gaf starfshópnum upplýsingar um þjónustuskrá á Akranesi. Hópurinn leggur til að Tómas sjái til þess að listinn verður uppfærður reglulega.
   
2.  1111090 - Markaðsráð - stofnun
 Tómas Guðmundsson verkefnastjóri Akranesstofu mætti á fundinn til viðræðna um reynslu af markaðsráði og hugmyndir að endurvakningu þess.
 Tómas gerði grein fyrir starfi markaðsráðs sem stofnað var árið 2002. Lítil starfsemi hafi verið hjá ráðinu í nokkur ár. Starfshópurinn ákveður að endurvekja markaðsráð undir nýju heiti Samtök atvinnulífsins á Akranesi þriðjudaginn 10. janúar 2012 í tilefni þess að liðin eru 10 ár síðan stofnfundur Markaðsráðs Akraness var haldinn. Tómasi Guðmundssyni er falið að koma með hugmyndir að dagskrá fyrir fundinn. Tómas vék af fundi kl. 21:15.
   
3.  1107114 - Atvinnumálanefnd
 Drög að skýrslu atvinnumálanefndar árið 2011.
 Formaður lagði fram drög nr.2 að samantekt úr skýrslu atvinnumálanefndar.
Farið var yfir drögin og gerðar athugasemdir. Verkefnastjóra falið að vinna úr athugasemdum og leggja fyrir hópinn á næsta fundi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 22:00.


 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00