Fara í efni  

Starfshópur um atvinnu- og ferðamál (2013-2014)

30. fundur 05. júní 2013 kl. 20:00 - 22:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir (IV) formaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Guðni Tryggvason aðalmaður
  • Helga Rún Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Katla María Ketilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðjón Steindórsson verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón Steindórsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Markaðsstofa Veturlands - kynning

1306019

Rósa Björk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Vesturlandi sagði frá hlutverki, rekstir og starfsemi Markaðsskrifstofunnar.
Einnig sagði hún frá vörumerkjum og nýsköpun í ferðamálum.

2.Upplýsingamiðstöðin á Akranesi - málefni

1306020

Ingibjörg Gestsdóttir, upplýsingafulltrúi á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi fór yfir starfsemina fyrstu vikurnar, en um 200 ferðamenn hafa heimsótt afgreiðsluna frá opnun.

Ingibjörg fór yfir hlutverk upplýsingamiðstöðvarinnar:

  • að stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu sem mikilvægrar og vaxandi atvinnugreinar á Akranesi
  • að bæta þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn hér í bænum.
  • að auka og bæta hvers konar upplýsingagjöf til gesta og ferðamanna tl gesta og ferðafólks með merkingum og útgáfu efnis og upplýsingakorta.

3.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál - önnur mál

1305112

Formaður starfshópsins gerði grein fyrir fundi ,,Dags ferðaþjónustunnar á Vesturlandi," sem haldinn var af samtökum ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi, sem hún sótti þann 30. maí s.l. á vegum nefndarinnar ásamt verkefnastjóra. Verkefnastjóri sagði frá útgáfu á bæklingi fyrir erlenda ferðamenn sem er í lokavinnslu. Einnig var farið yfir stsöðu í útgjöldum til ferðamála í bæjarins, útgáfu á þjónustubæklingum og kaup á auglýsingum. Nefndarmenn lýstu yfir ánægju með úthlutun styrkja vegna umsókna til afþreyinga og viðburða.

Fundi slitið - kl. 22:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00