Fara í efni  

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands (2001-2009)

14. fundur 22. mars 2005 kl. 12:00 - 13:40

Fundur í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands  haldinn í fundarherbergi skólans þriðjudaginn 22. mars 2005 kl. 12:00.


Mætt voru: Þorgeir Jósefsson, formaður skólanefndar,
 Bergþór Ólason,
 Bergþóra Jónsdóttir,
 Hólmfríður Sveinsdóttir,
 Hörður Helgason, skólameistari,
 Atli Harðarson, aðstoðarskólameistari,
 Sigurgeir Sveinsson, fulltrúi kennara.


Formaður setti fundinn kl. 12:00.

 

1. Uppgjör frá menntamálaráðuneytinu vegna hægferða 2003.

 Skólameistari fór yfir forsöguna.  Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 25. febrúar 2005.  Einnig lögð fram drög að svarbréfi til ráðherra.  Skólanefnd felur formanni og skólameistara að ganga frá bréfinu og senda.

 

2. Uppgjör frá menntamálaráðuneytinu fyrir árið 2004.

 Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 24. febrúar 2005.  Þar kemur fram að nemendatala til uppgjörs verði 544.  Samkvæmt útreikningum skólans er nemendatala samkvæmt áfangaskrám 565 en sambærileg tala frá ráðuneyti er 558.  Er því talsverð skekkja þar sem upphæð nemendauppgjörs pr. nemanda er um 570 þúsund.  Formanni og skólameistara falið að fylgja málinu eftir.

 

3. Ársskýrsla 2004.

 Ársskýrsla 2004 lögð fram.
 Lagður fram, óendurskoðaðurm, ársreikningur skólamötuneytis fyrir árið 2004.

 

4. Skólaakstur.

 Rætt um skólaakstur.  Meðal annars rætt hvort bjóða eigi hann út.  Ákvörðun frestað fram yfir samráðsfund nokkurra fjölbrautaskóla sem fram fer 23. mars.

 

5. Önnur mál.

 Rætt um lausu skólastofurnar á skólalóðinni, en tvær þeirra hafa verið auglýstar til sölu.

 

  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:40.

  Hólmfríður Sveinsdóttir ritari.
 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00