Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

96. fundur 19. nóvember 2018 kl. 08:15 - 11:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Lagfærð skipulagsgögn lögð fram.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni arkitekt góða yfirferð á greinargerð og uppdrætti vegna endurskoðunar aðalskipulags Akraneskaupstaðar.

2.Deilisk. Skógarhverfi 3. áfangi

1811123

Kynning á skipulagsgögnum fyrir Skógarhverfi 3 (2).
Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfi II, 2.áfangi.
Málið tekið upp á næsta reglulega fundi ráðsins.

3.Aðalskipulag - Grenjar - breyting

1809059

Lýsing á breytingu aðal- og deiliskipulags Grenja H3 hafnarsvæði var auglýst 3. október sl. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 25. október 2018. Umsagnaraðilum var sent bréf dags. 2. október sl. þar sem óskað var eftir umsögnum t.o.m. 25. október 2018.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að þegar búið er að vinna fullbúinn skipulagsgögn að þau verði kynnt almenningi t.d. með opnu húsi. Í framhaldinu mun skipulags- og umhverfisráð fjalla um málið að nýju.

4.Deilisk. Grenjar hafnarsv. H3 - vegna Bakkatúns 30-32

1809055

Lýsing á breytingu aðal- og deiliskipulags Grenja H3 hafnarsvæði var auglýst 3. október sl. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 25. október 2018. Umsagnaraðilum var sent bréf dags. 2. október sl. þar sem óskað var eftir umsögnum t.o.m. 25. október 2018.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til, að þegar búið er að vinna fullbúinn skipulagsgögn að þau verði kynnt almenningi t.d. með opnu húsi. Í framhaldinu mun skipulags- og umhverfisráð fjalla um málið að nýju.

5.Aðalsk. Flóahvefi breyting

1809183

Lýsing á breytingu aðal- og deiliskipulags Flóahverfis var auglýst 17. október sl. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 8. nóvember 2018. Umsagnaraðilum var sent bréf dags. 23. október sl. þar sem óskað var eftir umsögnum t.o.m. 8. nóvember 2018.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til, að þegar búið er að vinna fullbúin skipulagsgögn að þau verði kynnt almenningi t.d. með opnu húsi. Í framhaldinu mun skipulags- og umhverfisráð fjalla um málið að nýju.

6.Deilisk. Flóahverfi - endurskoðun

1807128

Lýsing á breytingu aðal- og deiliskipulags Flóahverfis var auglýst 17. október sl. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 8. nóvember 2018. Umsagnaraðilum var sent bréf dags. 23. október sl. þar sem óskað var eftir umsögnum t.o.m. 8. nóvember 2018.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að þegar búið er að vinna fullbúinn skipulagsgögn að þau verði kynnt almenningi t.d. með opnu húsi. Í framhaldinu mun skipulags- og umhverfisráð fjalla um málið að nýju.

7.Aðalsk. - Smiðjuvellir breyting

1809184

Lýsing á breytingu aðal- og deiliskipulags Smiðjuvallarsvæðis var auglýst 17. október sl. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 8. nóvember 2018. Umsagnaraðilum var sent bréf dags. 23. október sl. þar sem óskað var eftir umsögnum t.o.m. 8. nóvember 2018.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að þegar búið er að vinna fullbúinn skipulagsgögn að þau verði kynnt almenningi t.d. með opnu húsi. Í framhaldinu mun skipulags- og umhverfisráð fjalla um málið að nýju.

8.Deilisk. Smiðjuvallasvæðis

1805071

Lýsing á breytingu aðal- og deiliskipulags Flóahverfis var auglýst 17. október sl. og óskað eftir ábendingum við lýsinguna t.o.m. 8. nóvember 2018. Umsagnaraðilum var sent bréf dags. 23. október sl. þar sem óskað var eftir umsögnum t.o.m. 8. nóvember 2018.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að þegar búið er að vinna fullbúinn skipulagsgögn að þau verði kynnt almenningi t.d. með opnu húsi. Í framhaldinu mun skipulags- og umhverfisráð fjalla um málið að nýju.

9.Deilisk. Stofnanareitur - Kirkjubraut 39

1807077

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kirkjubrautar 39 lagður fram.
Lagður fram endurnýjaður uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi við stofnanareit-Kirkjubraut 39.

Breyting felst í því að nýtingarhlutfall lóðar er hækkað, hámarksfjöldi hæða verður fjórar í stað þriggja og á lóðinni verði húsnæði fyrir hótel í stað skrifstofu- eða opinberrar byggingar.

Skipulagsbreyting skal kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi Akraness breyting miðsvæði Akratorg, Kirkjubraut, Stillholt.

Af ofangreindri bókun leiðir að bókun ráðsins varðandi sama mál 30.07.2018 fellur niður.








10.Deilisk. Skógarhverfi 1. áf. - Seljuskógar 20

1807135

Erindið var grenndarkynnt frá 6. október og og með 6. nóvember 2018, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

11.Lóðaleigusamningar

1811134

Breyting á almennum lóðaleigusamningum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að 9. gr. lóðaleigusamninga verði breytt með eftirfarandi hætti:

Núverandi grein:9.0
Ákveði bæjarstjórn að leigutíma loknum að endurnýja ekki leigusamninginn ber að greiða sannvirði fyrir hús og mannvirki er standa á lóðinni samkvæmt samkomulagi eða mati.

Breytt grein verður:
9.0
Ákveði bæjarstjórn að leigutíma loknum að endurnýja ekki leigusamninginn ber Akraneskaupstað að greiða sannvirði fyrir hús og mannvirki er standa á lóðinni samkvæmt samkomulagi eða mati. Ekki skal greitt fyrir ónýttan byggingarrétt.
Ennfremur er Akraneskaupstað heimilt að leysa til sín lóðina í heild hvenær sem er á samningstímabilinu ef nauðsynlegt er vegna breytinga á skipulagi eða til almannaþarfa. Greiða skal sannvirði fyrir hús og mannvirki er standa á lóðinni samkvæmt samkomulagi eða mati. Ekki skal greitt fyrir ónýttan byggingarrétt.

Fundi slitið - kl. 11:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00