Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

127. fundur 23. janúar 2006 kl. 16:00 - 19:00

127. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Stillholti 16-18 , mánudaginn 23. janúar 2006 kl. 16:00.


Mætt á fundi:  Lárus Ársælsson
Kristján Sveinsson
Eydís Aðalbjörnsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Guðni Runólfur Tryggvason
Auk þeirra voru mætt: Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Guðmundur Páll Jónsson bæjarstjóri og
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.


 

1. Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni  Mál nr. SU040082

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Fulltrúar Landmótunar mæta á fundinn.
Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Yngvi Þór Loftsson landslagsarkitektar frá Landmótun kynntu tillögur sínar og ýmsar útfærslur og áfangaskiptingar.
Þau stefna að því að mæta á fund 27. febrúar með nýjar tillögur sem taka mið af því sem rætt var á fundinum.


2. Bókasafnsreitur - Stofnanareitur, deiliskipulag  Mál nr. SU050073

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Guðmundur Gunnarsson arkitekt  hjá arkitektur.is mætti á fundinn með nýjar deiliskipulagshugmyndir fyrir Bókasafnsreitinn og leist nefndarmönnum vel á hugmyndirnar og mun Guðmundur halda áfram að vinna skipulagið í þessum anda og mun hann koma með skipulagsdrög  á fund 27. febrúar.


3. Suðurgata, fallegra umhverfi  Mál nr. SU050060

060963-4019 Guðrún Bragadóttir, Suðurgata 97, 300 Akranesi
Erindi Guðrúnar Bragadóttur  vegna óþrifnaðar á lóð við Suðurgötu.
Sviðsstjóra falið að huga að almennri hirðingu svæðisins og gera viðeigandi ráðstafanir ef þörf krefur.


4. Suðurgata 126, sameining lóða  Mál nr. SU060002

570400-2580 Húsval ehf, Vallarbraut 15, 300 Akranesi
Erindi Davíðs Sigurðssonar dags. 18. janúar 2006 f.h. Húsvals þar sem sótt er um að sameina lóðirnar nr. 126 og 126b við Suðurgötu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að sameina lóðirnar til að lóðarhafi geti uppfyllt kröfur um bílastæði.

 

5. Höfðasel 15, stækkun lóðar  Mál nr. SU050081

520789-0739 Gámaþjónusta Akraness ehf, Smáraflöt 2, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 19.1.2006 þar sem í framhaldi af viðræðum bæjarstjóra við fulltrúa Gámaþjónustu Akraness ehf. samþykkir bæjarráð að skipulags- og umhverfisnefnd taki beiðnina til efnislegrar meðferðar og undirbúi málið m.a. með breytingu á skipulagi.
Sviðsstjóra falið að undirbúa breytingu á deiliskipulagi Höfðasels að norðanverðu.


6. Smiðjuvellir,  endurskoðun deiliskipulags  Mál nr. SU050031

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Nýjar tillögur að deiliskipulagi lagðar fram.
Endanlegt deiliskipulag Smiðjuvalla lagt fram á næsta fundi.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00