Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

124. fundur 21. desember 2005 kl. 16:00 - 18:00

124. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , miðvikudaginn 21. desember 2005 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Edda Agnarsdóttir

Ingibjörg Haraldsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð

 

 

1.

Garðakaffi, Safnaskálanum að Görðum Akranesi, áfengisleyfi

 

Mál nr. SU050077

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarritara dags. 7. desember 2005 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga fyrir Byggðasafn Akraness og nærsveita í Garðakaffi, Safnaskálanum Görðum á Akranesi.

Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.

Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra.

 

2.

Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag

 

Mál nr. SU050063

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Nýr uppdráttur frá ASK arkitektum af deiliskipulagi fyrir Nýlendureit lagður fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir athugasemd við  fjölda fyrirhugaðra  íbúða við Melteig og leggur til að nýjar íbúðir verði 11 í stað 13 við þá götu.

Rök fyrir þessu eru að ekki er mögulegt að koma fyrir bílastæðum vegna nýrra íbúða á Suðurgötu.

Sviðstjóra falið að koma framangreindum athugasemdum á framfæri.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með framangreindum breytingum og leggur til að hún verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

 

3.

Sólmundarhöfði, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050078

 

200258-3719 Pálmi Guðmundsson Ragnars, Skúlagata 62, 105 Reykjavík

Bréf Pálma Guðmundssonar Ragnars arkitekts dags. 30.11.2005 f.h. lóðarhafa á Sólmundarhöfða þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Sólmundarhöfða.

Breytingin felst m.a. í að óskað er eftir að fá að byggja 18 íbúðir í stað 12, að flatarmál hússins verði 1900 m2 með sameign en án mögulegs tengigangs og neðanjarðarbílgeymslu í stað 1600m2 og að nýtingarhlutfall verði aukið úr 0,65 í 0,77 án mögulegs tengigangs og bifreiðageymslu í kjallara. Einnig eykst fjöldi bílastæða um 6.

 

Í hugmyndum bréfritara er verið að fjölga íbúðum úr 12 í 18 og auka flatarmál bygginga úr 1600 m2 í 1900 m2 sem leiðir til hækkunar á nýtingarhlutfalli úr 0,65 í 0,77.

Skipulags- og umhverfisnefnd ítrekar bókun sína frá 9. maí 2005 þar sem svarað var sambærilegri fyrirspurn frá félagi eldri borgara á Akranesi í athugasemdaferli endurskoðunar deiliskipulags.

"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar athugasemdir frá stjórn eldri borgara "FEBAN". Nefndin fellst á að fella út ákvæði um meðalstærð íbúða í greinargerð, en ekki er fallist á fjölgun íbúða umfram 12.  Nefndin bendir á að samkvæmt tillögu bæjarstjórnar er gert ráð fyrir sérstökum reit til bygginga íbúða fyrir aldraða á svæði við bókasafnið, auk þess sem í undirbúningi er bygging fjölda smærri íbúða í fjölbýli á Akranesi"

 

 

4.

Skagabraut 6 - Akratorgsreit, breytt landnotkun

 

Mál nr. SU050079

 

700904-3180 Hvítasunnukirkjan Akranesi, Hátúni 2, 105 Reykjavík

Umsókn Hjalta S. Glúmssonar kt.130573-4799 f.h. Hvítasunnukirkjunnar á  Akranesi dags. mótt. 15. desember 2005 þar sem óskað er eftir breyttri notkun húsnæðis á Skagabraut 6 þar sem fyrirhugað er að breyta notkun úr verslun og þjónustu í samkomuhús þ.e. kirkju.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga frá umsækjanda vegna óska um breytta landnotkun.

Afgreiðslu frestað.

 

5.

Uppgröftur vegna nýbygginga, moldartippur - nýtt svæði

 

Mál nr. SU050018

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Tillaga að skipulagi moldartipps ásamt greinargerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í tillögur um stækkun moldartipps og landmótun svæðisins meðal annars fyrir vélhjólaíþróttir. Nefndin leggur til að tillögurnar verði sendar bæjarstjórn til umfjöllunar og að málið fari í almenna kynningu ef það fær jákvæða afgreiðslu.

 

6.

Skipulagsverkefni 2006, framlög til skipulagsmála

 

Mál nr. SU050080

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarritara dags. 14.desember 2005 þar sem hann gerir grein fyrir samþykkt bæjarstjórnar um framlög til skipulagsmála árið 2006

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að gera verkáætlun fyrir árið 2006 og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

 

7.

Höfðasel 15, stækkun lóðar

 

Mál nr. SU050081

 

520789-0739 Gámaþjónusta Akraness ehf, Smáraflöt 2, 300 Akranesi

Erindi Benónýs Ólafssonar framkvæmdarstjóra f.h. Gámaþjónustu Akraness ehf. dags. 16. desember 2005 þar sem hann óskar eftir stækkun á lóð nr. 15 við Höfðasel skv. meðfylgjandi teikn.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að umrædd ósk um stækkun lóðar Höfðasels 15 kallar á breytingu á deiliskipulagi.

Nefndin telur nauðsynlegt að skoða slíkar breytingar í samhengi við bætta umgengni og ásýnd svæðisins. Nefndin óskar eftir afstöðu bæjarráðs.

 

8.

Umferðaröryggi, hámarkshraði 35 km.

 

Mál nr. SU050082

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar dags. 14. desember 2005 þar sem samþykkt bæjarstjórnar um umferðaröryggi er komið á framfæri hún er svohljóðandi.

"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að hámarkshraði verði lækkaður niður í 35 km á klukkustund í völdum íbúðagötum og við skóla á næstu tveimur árum og þannig stuðlað að bættu umferðaröryggi á Akranesi."

Lagt fram. Nefndin mun taka tillit til þess við gerð verkáætlunar fyrir árið 2006.

 

9.

Akratorg - framtíðarskipulag, samkeppni, samkeppni um framtíðar skipulag fyrir Akratorg og næsta nágrenni

 

Mál nr. SU040082

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar dags. 14. desember 2005 þar sem gerð er grein fyrir svohljóðandi samþykkt.

"Þar sem niðurstaða úr verðlaunasamkeppni um Akratorg mun liggja fyrir innan skamms samþykkir bæjarstjórn Akraness að verja 16 mkr. til hönnunar og upphafsframkvæmda á svæðinu á næsta ári."

Skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að undirbúa vinnu við breytingar á deiliskipulagi þess svæðis sem verðlaunasamkeppnin nær til.

 

10.

Húsnæði fyrir aldraða, framtíðarsýn

 

Mál nr. SU050020

 

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarstjórnar dags. 13. desember 2005 þar sem samþykkt um húsnæði fyrir aldraða og framtíðarsýn er kynnt. Samþykktin er svohljóðandi.

 

"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vinna að því að byggt verði nýtt húsnæði fyrir aldraða á tveimur stöðum í bænum og að því verkefni verði flýtt sem kostur er.

 

Annars vegar verði byggt fjölbýlishús í nágrenni Dvalarheimilisins Höfða þar sem kostur verði gefinn á nauðsynlegri þjónustu.

Hins vegar verði haldið áfram skipulagsvinnu á svæði sem markast af Kirkjubraut, Háholti og Heiðarbraut og áhersla lögð á að byggingarframkvæmdir geti hafist þar. Skipulags- og umhverfisnefnd er falið í samráði við bæjarstjóra að vinna deiliskipulag að svæðinu.

 

Bæjarstjórn Akraness áréttar einnig að nýskipaður starfshópur um öldrunarmál skili af sér tillögum um framtíðarskipan í öldrunarmálum á Akranesi eigi síðar en 15. febrúar 2006."

 

Skipulags- og umhverfisnefnd upplýsir að í vinnslu eru breytingar á deiliskipulagi á svæði sem markast af Kirkjubraut, Háholti og Heiðarbraut.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00