Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
123. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 5. desember 2005 kl. 17:00.
| Mætt á fundi:             | Lárus Ársælsson  Kristján Sveinsson  Eydís Aðalbjörnsdóttir  Edda Agnarsdóttir  | 
| Auk þeirra voru mætt:  | Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs | 
| 1. | Galito - veitingahús, Stillholt 16-18, Akranesi, áfengisleyfi |  | Mál nr. SU050074 | 
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 17. nóvember 2005 þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um leyfi til áfengisveitinga fyrir Áróru Rós Ingadóttur, kt. 260582-3569 vegna veitingahússins Galito, Stillholti 16-18, Akranesi.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við skipulagslög.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir afgreiðslu sviðsstjóra.
| 2. | Jaðarsbakkar, skipulagsverkefni |  | Mál nr. SU040088 | 
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillagan var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur rann út 1. júlí s.l. en engar athugasemdir bárust.
Afgreiðslu erindisins var frestað 11. júlí 2005 vegna breytinga á 1. áfanga þess, hefur það nú verið afgreitt og heildarskipulag samræmt þeim breytingum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar.
| 3. | Brekkubæjar- og Grundaskóli, lóðarskipulag |  | Mál nr. SU050076 | 
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 1. desember 2005 þar sem óskað er umsagnar á lóðarskipulagi og greinargerð Plan 21 ehf. arkitekta- og skipulagsráðgjöf, vegna lóða Brekkubæjar- og Grundarskóla.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögur.
 4. Nýlendureitur - Grenjar, Vesturgata, deiliskipulag Mál nr. SU050063
 
 
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.
 
					
 
  
 



