Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

104. fundur 06. júní 2005 kl. 17:00 - 18:30

104. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , mánudaginn 6. júní 2005 kl. 17:00.


Mætt á fundi:  Magnús Guðmundsson formaður
Þráinn Elías Gíslason
Lárus Ársælsson
Ingibjörg Haraldsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Auk þeirra voru mætt:  Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs
Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.



1. Aðflutt hús, umsókn um byggingarlóð  

Mál nr. SU050032

200350-4139 Þuríður Maggý Magnúsdóttir, Oddagata 16, 101 Reykjavík
080551-3559 Jón Jóel Einarsson, Oddagata 16, 101 Reykjavík
Erindi Þ. Maggýjar Magnúsdóttur og Jóns J. Einarssonar dags. 31.maí 2005 um að fá lóð á Akranesi undir gamalt hús sem þau eru að gera upp.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur það hús sem sótt er um að staðsetja á Akranesi, geti sómt sér vel í eldri hluta Akraness. Engar lóðir eru hinsvegar lausar til úthlutunar um þessar mundir í eldri hluta bæjarins.


2. Krossland í Innri-Akraneshrepp, umsögn um deiliskipulag 1. áfanga  Mál nr. SU050033

410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Erindi bæjarráðs dags. 3. júní þar sem óskað er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um deiliskipulag í Krosslandi, Innri-Akraneshreppi. Athugasemdir þurfa að berast í síðasta lagi 9. júní 2005.
Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar frá 1. júní 2005 lögð fram.

Skipulags- og umhverfisnefnd vill ítreka athugasemdir sínar frá 24. nóvember 2004 við drög að aðalskipulagi Innri  Akraneshrepps og telur að þær athugasemdir gildi einnig vegna þessa deiliskipulags sem óskað er eftir umsögn um frá Akraneskaupstað.
Eftirfarandi athugasemdir eru ítrekaðar:
?Það er álit skipulags- og umhverfisnefndar að stækkun þéttbýlis á svæðinu þurfi að vera skipulögð í beinu samhengi við núverandi þéttbýli á Akranesi. Mikilvægt er að tryggja gott samráð og samhengi í skipulagsvinnu beggja sveitarfélaganna. Einnig þarf að tryggja að breytingar á aðalskipulagi séu í samræmi við gildandi svæðisskipulag sveitarfélaganna sunnan Skarðsheiðar.
Nauðsynlegt er að gera grein fyrir því við skipulag nýrrar byggðar hvernig íbúum verði tryggður greiður aðgangur að opinberri þjónustu og einnig þarf að kanna og gera ráð fyrir áhrifum þess á gatnakerfi Akraneskaupstaðar.?

Vakin er athygli á því að í fyrirliggjandi tillögu að endurskoðun aðalskipulagi Akraness 2005-2017 er gert ráð fyrir landfyllingu í Leyni og nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim möguleika í deiliskipulaginu verði samkomulag milli sveitarfélaganna um málið.
Akraneskaupstaður vekur einnig athygli á að mjög er þrengt að Innnesvegi í deiliskipulagstillögu Krosssvæðis en vegagerðin gerir að öllu jöfnu ráð fyrir allt að 30 metra veghelgunarsvæði frá miðlínu vegar.

 


3. Holts-, Haga- og Hólmaflöt, deiliskipulagsbreyting  Mál nr. SU050014

430572-0169 Hönnun hf, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík
Erindi Hönnunar sem voru sameinuð erindi f.h. lóðahafa  við Holtsflöt 2, Hagaflöt 1,2,3,4,5,6,8 og 10 og Hólmaflöt 1,2,3,4,5,6,7,8 og 10 um að breyta byggingarreitum viðkomandi lóða og fleiri breytingar.
Breytingarnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breytingin verði send Skipulagsstofnunar  til umfjöllunar.


4. Heimavist FVA, stækkun lóðar fyrir heimavist  Mál nr. SU050034

681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi
Erindi Harðar Ó. Helgasonar skólameistara dags. 1.6.2005 þar sem óskað er eftir viðræðum við skipulagsyfirvöld á Akranesi um möguleika á stækkun byggingareits fyrir viðbótarhúsnæði heimavistar Fjölbrautaskólans.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að vinna að frekari þróun á deiliskipulagi Stofnanareits (nánasta umhverfi Fjölbrautaskóla Vesturlands). í samvinnu við bréfritara. Óskað er eftir nánari útfærslu á þeim hugmyndum sem skólameistari tilgreinir í erindi sínu.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00