Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

101. fundur 17. maí 2005 kl. 16:00 - 17:15

101. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal að Dalbraut 8 , þriðjudaginn 17. maí 2005 kl. 16:00.


 

Mætt á fundi:           

Magnús Guðmundsson formaður

Lárus Ársælsson

Kristján Sveinsson

Eydís Aðalbjörnsdóttir

Auk þeirra voru mætt:

Þorvaldur Vestmann sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs

Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð


  

1.

Hagaflöt 9 og 11 - klasi 5-6, Flatahverfi, deiliskipulagsbreyting

 

Mál nr. SU050027

 

410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf, Pósthólf 11, 302 Akranes

Erindi Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts f.h. Akurs ehf. um breytingar á deiliskipulagi, stækkun byggingarreits og fjölgun íbúða og bílastæði sem uppfylla fjölda fyrir íbúðir.

 

Skipulags- og umhverfisnefnd getur fallist á eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi vegna Hagaflatar 9 og 11 í klasa 5-6:

1. Fallist er á fjölgun íbúða úr 16 í 20.

2. Fallist er á að byggingarreitur hvors húss færist til suðausturs um 4 metra.

3. Bifreiðastæði breytast þannig að þau rúmi 40 bifreiðar á hvorri lóð og lóð nr. 9 stækki jafnframt þannig að umsækjandi sér alfarið um gatnagerð og bílastæði fyrir vestan lóðir Hagaflatar 9 og 11. Kvöð þarf að vera um aðkomu fyrir lóð númer 11 yfir lóð númer 9.

Umsækjandi þarf að leggja fram breytt deiliskipulag, fyrir fund skipulags- og umhverfisnefnd. Umsækjandi ber allan kostnað vegna  breytinga á deiliskipulagi .

 

2.

Skagabraut 11 - Arnardalur, bygging þriðju hæðar

 

Mál nr. SU050028

 

261238-2689 Einar Jón Ólafsson, Skagabraut 11, 300 Akranesi

Erindi Einars Jóns Ólafssonar dags. 10. maí 2005 þar sem hann óskar eftir áliti nefndarinnar á að reisa þriðju hæðina á húsinu við Skagabraut 11.

Veitt var leyfi fyrir þremur hæðum árið 1963, sem skiptist þá þannig að neðsta hæðin yrði fyrir verslun en hinar fyrir íbúðir. Sú breyting var síðan gerð árið 1967 að veitt var leyfi til að stöðva framkvæmdir, þegar búið var að reisa tvær hæðir og leyfi veitt til að setja þak á húsið þannig.

Skipulags- og umhverfisnefnd sér ekki annmarka á hugmyndum bréfritara um að reisa þriðju hæðina á húsið númer 11 við Skagabraut. Gildandi deiliskipulag sem er frá 28. júní 1988 heimilar ekki umbeðna hækkun hússins og því er þörf á formlegri deiliskipulagsbreytingu. Nefndin vill árétta að fyrir dyrum stendur endurskoðun á deiliskipulagi Arnardalsreits, en sú vinna mun hefjast á seinni hluta ársins 2005.

 

3.

Hitaveitugeymir, ný yfirfallslögn

 

Mál nr. SU050029

 

650779-0299 Hitaveita Akraness og Borgarfj, Dalbraut 8, 300 Akranesi

Erindi Fjarhitunar hf. dags. 12. maí 2005 f.h. Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, þar sem óskað er eftir framkvæmdarleyfi til að leggja 450mm PPR yfirfallslögn frá geymi við Akranes til sjávar.

Lagt fram. Afgreiðslu frestað.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00