Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
44. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 17. nóvember 2003 kl. 15:30.
| Mættir á fundi:           | Magnús Guðmundsson  Lárus Ársælsson  Kristján Sveinsson  Eydís Aðalbjörnsdóttir  Edda Agnarsdóttir  | 
| Auk þeirra voru mættir  | Þorvaldur Vestmann, sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð. | 
  
| 1. | Deiliskipulag klasa 5 og 6, nýtt deiliskipulag |   | Mál nr. SU030022   | 
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Arkitektar Dennis og Hjördís kynna ný drög  að deiliskipulagi í klasa 5 og 6  í Flatahverfi,  þar sem tekið hefur verið tillit til athugasemda skipulags- og umhverfisnefndar.
Drögin rædd. Stefnt að kynningu á endanlegri tillögu  á næsta fundi nefndarinnar.
 
 
| 2. | Flatahverfi klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting |   | Mál nr. SU030060   | 
Halldóra Bragadóttir, arkitekt hjá Kanon arkitektum mætir á fundinn að ræða endurskoðun á deiliskipulagi einbýlishúsalóða  meðfram Innnesvegi og  Garðagrund í klasa 1 og  2 í Flatahverfi og möguleika á að liðka til í skipulagsskilmálum á parhúsalóðum við Eyrarflöt .
Bréf OR dags. 17.11.2003,  vegna kostnaðar við  breytingar á lögnum samfara breytingum á deiliskipulagi, lagt fram.
Samþykkt var að fela Kanon arkitektum ehf. að koma með hugmyndir að breytingu á skipulaginu í samræmi við umræður á fundinum. Fyrst verði lögð áhersla á að endurskoða parhúsalóðir við Eyrarflöt. 
  
| 3. | Hafnarsvæði, deiliskipulagsbreyting |   | Mál nr. SU030040   | 
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
 
Tillaga Magnúsar H. Ólafssonar að deiliskipulagsbreytingu Hafnarsvæðis vegna fiskmarkaðar og fóðurskemmu Stjörnugríss.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hafnarinnar og leggur til að tillagan verði auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. 
 
| 4. | Breiðarsvæði, deiliskipulagsbreyting |   | Mál nr. SU030069   | 
 Tillaga  frá Hönnun, f.h. Haraldar Böðvarssonar hf, að deiliskipulagsbreytingu á Breiðarsvæði. Um er að ræða skilgreiningu á lóðarmörkum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að lóðamörkum og leggur til að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2.mgr. 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, eigendum lóðanna á sem deiliskipulagsbreytingin nær til. 
Lárus Ársælsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
  
| 5. | Opin svæði, skreiðarstæði |   | Mál nr. SU030061   | 
490988-1229 Laugarfiskur hf., Laugum, 650 Laugar
 
Skipulagsfulltrúi hefur skoðað staðsetningu á skreiðarhjöllum í samvinnu við fulltrúa Laugafisks  hf..
Staðsetning hjallana á útivistarsvæði kallar á aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til tvö svæði sem koma til greina. Annars vegar að skreiðarhjöllunum verði fundinn staður á Breiðarsvæði,  hins vegar upp með Berjadalsánni austan við gömlu sorphaugana.
  
| 6. | Akratorgsreitur, deiliskipulagsbreyting |   | Mál nr. SU030044   | 
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
 
Verkáætlun og kostnaðarmat frá Hönnun ehf. vegna deiliskipulagsbreytinga á Akratorgsreit fyrir reit sem afmarkast af Akurgerði, Merkigerði, Kirkjubraut og Sunnubraut.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að Hönnun verði falið að vinna deiliskipulagsbreytinguna skv. meðfylgjandi kostnaðarmati. Óskað er eftir að tillaga verði tilbúin fyrir áramót.
Verkefnið er ekki inni í þeim verkefnalista sem  liggur til grundvallar fjárhagsáætlunar 2003.
Lárus Ársælsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
 
| 7. | Flatahverfi, klasi 1 og 2, deiliskipulagsbreyting |   | Mál nr. SU030068   | 
Tillaga Kristins Ragnarssonar dags. 6. nóvember 2003 að deiliskipulagsbreytingu í klasa 1 og 2 í Flatahverfi vegna lóðarinnar nr. 2 við Brúarflöt. Breytingin gerir ráð fyrir tveimur stigahúsum í stað þriggja og ná þau 75 cm út fyrir bindandi byggingarlínu til norðurs. 
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillöguna Nefndin telur breytinguna það óverulega að engir hafi hagsmuna að gæta og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið skv. 2.mgr. 26.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
  
| 8. | Suðurgata 47, 51 og 57, deiliskipulagsbreyting |   | Mál nr. SU030042   | 
440203-3450 Akratorg ehf., Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Ósk bæjarráðs um umsögn skipulags- og umhverfisnefndar vegna bréfs Akratorgs ehf. dags. 10. nóvember 2003 um verksvið byggingarnefndar og skipulags- og umhverfisnefndar.
Bréfritari hefur óskað eftir að erindið verði dregið til baka.
Skipulagsfulltrúi hefur tilkynnt bæjarráði um lyktir málsins.
 
 
| 9. | Fundarboð, rafræn útsending fundarboða og gagna |   | Mál nr. SU030070   | 
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar um að eftirleiðis verði fundarboð og fylgigögn einungis sent út með rafrænum hætti. Viðkomandi gögn liggi jafnframt frammi á fundum nefndarinnar.
Samþykkt.
  
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.
 
					
 
  
 



