Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)
28. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 2. júní 2003 kl. 15:30.
Mættir á fundi:  Magnús Guðmundsson ,Lárus Ársælsson, Kristján Sveinsson, Eydís Aðalbjörnsdóttir, Edda Agnarsdóttir 
Auk þeirra voru mættir  Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,Hrafnkell Á Proppé.
1. Reiðleiðir,   Mál nr. SU030036
Fundur með stjórn hestamannafélagsins Dreyra vegna reiðleiða.  Á fundinn mættu Úrsúla Árnadóttir og Sigurður Ólafsson.
Rætt um núverandi ástand og framtíðarskipan reiðleiða á Akranesi. Vísað til aðalskipulagsvinnu, nefndin leggur áherslu á gott samstarf við hestamannafélagið Dreyra.
2. Náttúruverndaráætlun, athugasemdir  Mál nr. SU030038
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umhverfisfulltrúi kynnir umsögn dagsett 2. júní 2003 við drög að náttúruverndaráætlun.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsögn umhverfisfulltrúa.  Nefndin fagnar drögum að náttúruverndaráætlun 2003 - 2008.
3. Umhverfisviðurkenning 2003,   Mál nr. SU030039
Umhverfisfultlrúi kynnir fyrirkomulag á viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi 2003.
Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningu, umhverfisfulltrúa falið að vinna frekar að málinu.
4. Miðbæjarreitur, kynning  Mál nr. SU020032
Fulltrúar Skagatorgs ehf. kynna deiliskipulagsbreytingu á Miðbæjarreit.
Málin rædd, ákveðið að halda aukafund um málið þann 11. júní kl. 15:30.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30
 
					
 
  
 



