Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2002-2006)

10. fundur 18. nóvember 2002 kl. 15:30 - 17:00

10. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, mánudaginn 18. nóvember 2002 kl. 15:30.

_____________________________________________________________

 

Mættir á fundi:  Bergþór Helgason, Kristján Sveinsson, Edda Agnarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Lárus Ársælsson.


Auk þeirra voru mættir  Hrafnkell Á Proppé, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir.

_____________________________________________________________

 

1. Tindaflöt 16, breytt deiliskipulag (001.832.11) Mál nr. SU020014
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Erindi Akraneskaupstaðar vegna deiliskipulagsbreytingar á lóðinni nr. 16 við Tindaflöt. Breytingin felst í minnkun lóðar vegna snúningsáss við götu.
Tillagan hefur verið auglýst skv. 2.mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að framkomin tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 16 við Tindaflöt verði samþykkt.

 

2. Sólmundarhöfði, deiliskipulag  Mál nr. SU020025

Nýlega úthlutaði bæjarstjórn 6 raðhúsalóðum til Akurs skv. gildandi deiliskipulagi á Sólmundarhöfða. Komið hefur í ljós að hluti lóðanna er á svæði sem nýtur verndar skv. þjóðminjalögum. Leitað hefur verið til minjavarðar Vesturlands varðandi málið, en hann  hefur leitað umsagnar Fornleifaverndar ríkisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að ekki verði úthlutað fleiri lóðum á Sólmundarhöfða fyrr en búið er að meta þær menningarminjar sem eru á höfðanum.  Beðið er umsagnar Fornleifaverndar ríkisins vegna úthlutaðra lóða.  Mikilvægt er að endurskoða deiliskipulagið á svæðinu.

 

3. LÍSA, samtök um landupplýsingar, aðild  Mál nr. SU020026

Lagt fram erindi frá LÍSU, samtökum um landupplýsingar á Íslandi fyrir alla, dags. 23. október 2002 þar sem lýst er áhuga á því að Akranesbær íhugi hvort sveitarfélagið vilji ekki starfa innan LÍSU ásamt öðrum sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjm að betra samskiptaferli með landupplýsingar hér á landi.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Akraneskaupstaður gerist aðili að LÍSU, samtökum um landupplýsingar á Íslandi fyrir alla.

 

4. Grenndarkynning, kjúklingabú að Fögrubrekku, Innra Akraneshreppi  Mál nr. SU020027
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi

Bréf bæjarráðs  dags. 15.11.2002 varðandi umsögn nefndarinnar um fyrirhugaða stækkun kjúklingabúsins að Fögrubrekku með byggingu 624m2 skemmu og endurbyggingu húsa. Bréf hreppsnefndar Innri-Akraneshrepps, dags. 12.11.2002, þar sem Akraneskaupstað er gefinn kostur á að tjá sig um framkvæmdina fylgir erindinu. Meðf. er umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13.11.2002.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur áherslu á að hreppsnefnd Innri-Akraneshrepps grenndarkynni erindið fyrir íbúum Akraneskaupstaðar sem búa innan 500 m radíusar frá kjúklingabúinu.  Að auki telur nefndin stækkun búsins mjög óæskilega vegna nálægðar við þétta íbúabyggð sbr. gr. 137.3 í heilbrigðisreglugerð 149/1990.

 

5. Umsögn um vínveitingarleyfi, Breytt tilhögun í umsögnum.  Mál nr. SU020028

Skipulags- og umhverfisnefnd veitir skipulagsfulltrúa heimild til að gefa umsögn um endurnýjun vínveitingaleyfa hafi deiliskipulag á viðkomandi svæði ekki breyst.  Umsagnir skal færa til bókar á næsta fundi nefndarinnar eftir að umsögn hefur verið veitt.

 

6. Norrænt samstarf,, verkefni ungmenna í tengslum við Staðardagskrá 21.  Mál nr. SU020029

Bréf frá Norrænafélaginu dags. 14.11.2002 þar sem Akraneskaupstað er boðið að tilnefna 2-5 ungmenni til að taka þátt í samnorrænu verkefni um Staðardagskrá 21.
Afrgreiðslu frestað.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:00

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00