Fara í efni  

Ritnefnd um sögu Akraness (2001-2012)

7. fundur 26. október 2002 kl. 10:00 - 12:00

Ár 2002, laugardaginn 26. október kom ritnefnd um sögu Akraness saman til fundar í fundarherbergi á bæjarskrifstofu og hófst fundurinn kl. 10:00.

                                                                                                            

 

Mættir: Gísli Gíslason,
 Jósef H. Þorgeirsson,
 Leó Jóhannesson,
 Ólafur J. Þórðarson,
 Sigurður Sverrisson.

Auk þeirra söguritari, Gunnlaugur Haraldsson.

                                                                                                             

 

1. Gögn frá Þjóðskjalasafni.

Gunnlaugur greindi frá breytingum á afhendingu gagna frá Þjóðskjalasafni, en nú eru gögn aðeins afhent á tölvudiskum.

 

2. Gunnlaugur greindi frá vinnu við kort samkvæmt samningi við LMÍ.

 

3 Yfirferð handrits.

Farið var yfir fyrstu 6 kafla handritsins, harðindi í aldarbyrjun, stoðkerfi samfélagsins, aðstæður í Akraneshreppi 1703, jarðir og jarðeigendur, jarðnæði og eignarhald í Borgarfjarðarsýslu og Akraneshreppi 1706.

Nefndarmenn komu með ýmsar athugasemdir varðandi framsetningu, ítarleika og efnistök.  M.a. kom fram að nefndarmenn eru ánægðir með hversu vel er með efnið farið, en e.t.v. megi stytta  suma kaflana eitthvað.  Umræður spunnust um einstök atriði og kafla.

 

4. Ákveðið að taka næsta skammt fyrir á fundi 16. nóvember n.k. kl. 10:00.

 

5. Gunnlaugur gerði stutta grein fyrir þeim verkefnum sem hann vinnur nú að í ritun sögunnar.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:00.

 

 Gísli Gíslason (sign)
 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Ólafur J. Þórðarson (sign)
 Leó Jóhannesson (sign)
 Sigurður Sverrisson (sign)
 Gunnlaugur Haraldsson (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00