Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

66. fundur 07. janúar 2008 kl. 18:00 - 18:30

 

66. fundur í menningarmála- og safnanefnd var haldinn mánudaginn 7. janúar 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu að Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

______________________________________________________

 

Mættir:             Magnús Þór Hafsteinsson, formaður

                        Hjördís Garðarsdóttir

                        Þorgeir Jósefsson

                        Bergþór Ólason

 

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð. 

_____________________________________________________________

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

 

Fyrir tekið:

 

 

1.   Skipulag menningarmála.  Skiptan starfshóps.

Menningarmála- og safnanefnd leggur til við bæjarráð að skipaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að endurskoða skipulag menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað.  Hlutverk starfshópsins verði að gera tillögu að breyttu fyrirkomulagi sem miði að betri samhæfingu og skipulagi málaflokksins.  Lagt er til að starfshópurinn verði skipaður þremur fulltrúum ásamt fulltrúa frá stjórn Byggðasafnsins í Görðum.  Tveir fulltrúar verði skipaðir frá meirihluta og einn frá minnihluta bæjarstjórnar.  Starfshópurinn ljúki störfum sínum eigi síðar en 1. apríl 2008.

Formanni og bæjarritara falið að útbúa erindisbréf fyrir starfshópinn sem lagt verði fyrir bæjarráð til umfjöllunar.

 

2.   Önnur mál.

Formaður og bæjarritari gerðu grein fyrir fyrirliggjandi tillögu að hönnun bókasafns.

Rætt um fyrirhugaða heimsókn í Reykholt.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00