Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

23. fundur 30. ágúst 2004 kl. 17:00 - 19:00

23. fundur menningarmála- og safnanefndar var haldinn á skrifstofu sviðsstjóra menningar- og fræðslusviðs, Stillholti 16-18, mánud. 30. ágúst 2004 og hófst hann kl. 17:00.


 Mættir voru:                 Hrönn Ríkharðsdóttir, formaður,

                                    Jósef H. Þorgeirsson,

                                    Þórunn Matthíasdóttir

                                    Jón Gunnlaugsson,

                                    Sigríður Gróa Kristjánsdóttir.

  

Hrönn Ríkharðsdóttir ritaði fundargerð.


 Fyrir tekið:

 

1. Umsókn um ferðastyrk.

Hljómsveitin Worm is green hefur sótt um ferðastyrk vegna ferðar til Bandaríkjanna. Óskað var eftir umsögn menningarmála- og safnanefndar.

Nefndin samþykkir eftirfarandi bókun:

 

?Á fundi menningarmála- og safnanefndar 30. ágúst síðastliðinn var fjallað um umsókn hljómsveitarinnar Worm is green um stykr vegna ferðar til Bandaríkjanna. Menningarmála- og safnanefnd tekur jákvætt í erindið og mælir með styrkveitingu til hópsins.?

  

2. Önnur mál.

Rætt var um írska daga og voru nefndarmenn afar ánægðir með framkvæmdina og fannst vel hafa til tekist. Síðan var rætt um Vökudaga sem eru í nóvember.

 

3. Ákveðið að halda næsta fund mánudaginn 20. september kl. 17.00 en ákvörðun um fastan fundatíma frestað.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00