Fara í efni  

Menningarmála- og safnanefnd (2000-2008)

16. fundur 03. desember 2001 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2001, mánudaginn 3. desember kl.  20:00 kom menningarmála- og safnanefnd saman til fundar á skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Til fundarins komu: Birna Gunnlaugsdóttir, Jósef H. Þorgeirsson, Hilmar Sigvaldason, Helga Magnúsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir.
 Auk þeirra sat Helga Gunnarsdóttir fundinn.

Þetta gerðist á fundinum:

1. Lögð fram drög að bréfi til bæjarráðs um nauðsynlegar framkvæmdir við Bíóhöllina, sem æskilegt væri að ráðast í á afmælisári hússins, sem verður 60 ára á næsta fjárhagsári.

Nefndin samþykkir að senda bréfið.

2. Lögð fram drög að bréfi til bæjarráðs um styrk að fjárhæð kr. 100.000.- til útgáfu upplýsingabæklings um menningarstarf á Akranesi.

Samþykkt að senda bréfið.

3. Samstarf á Vesturlandi um menningarmál.

Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hefur borist svarbréf frá menntamálaráðherra þess efnis að Vestlendingum beri ekki að vinna að samningi um menningarmál með Vestfjörðum eins og áður var umrætt.

4. Fjárhagsáætlun  fyrir árið 2002.

Lögð fram gögn um fjárhagsáætlun þar sem fram kemur að stefnt er að því að taka þátt í að reka og kaupa bókasafnskerfið Alep og veita til þess fé á fjárhagsáætlun.  Ekki hefur öðrum beiðnum bókasafnsins verið sinnt og er sérstaklega bagalegt að ekki er veitt fé til kaupa á skjalaskápum sem mikil þörf er á.  Ekki er heldur veitt fé til neinna öryggisþátta í bókasafninu, sem er  óásættanlegt og nefndin hefur árum saman bent á að úr verði að bæta.

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)
 Birna Gunnlaugsdóttir (sign)
 Halldóra Jónsdóttir (sign)
 Ragnheiður Guðmundsdóttir (sign)
 Helga Magnúsdóttir (sign)
 Hilmar Sigvaldason (sign)
 Helga Gunnarsdóttir (sign)

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00