Fara í efni  

Menningar- og safnanefnd

40. fundur 18. apríl 2017 kl. 20:00 - 22:45 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ingþór B. Þórhallsson formaður
 • Þórunn María Örnólfsdóttir aðalmaður
 • Guðríður Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Helga Kristín Björgólfsdóttir aðalmaður
 • Jónella Sigurjónsdóttir fulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Starfsmenn
 • Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála
 • Þorgeir Hafsteinn Jónsson fjármálastjóri
 • Andrés Ólafsson verkefnastjóri
 • Halldóra Jónsdóttir bæjarbókavörður
Fundargerð ritaði: Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður
Dagskrá

1.Byggðasafnið í Görðum - ársreikningur 2016

1704072

Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar ásamt verkefnastjóra í fjárreiðudeild leggja fram ársreikning Byggðasafnsins í Görðum fyrir árið 2016 til samþykktar.
Fjármálastjóri Akraneskaupstaðar ásamt verkefnastjóra í fjárreiðudeild kynntu og útskýrðu ársreikning Byggðasafnsins í Görðum 2016.
Ársreikningurinn var samþykktur og undirritaður.

2.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017

1703123

Forstöðumaður leggur fram verkefnatillögu fyrir stefnumótunarvinnu fyrir málaflokkinn.
Forstöðumaður lagði fram verkefnatillögu fyrir stefnumótunarvinnu fyrir málaflokkinn.
Ákveðið að óska eftir fjárheimild hjá bæjarráði til verkefnisins.
Forstöðumanni falið að koma erindi áleiðis til bæjarráðs.

3.Fyrirspurn varðandi afnot að Akranesvita og húsnæði Byggðasafnsins í Görðum

1604168

Forstöðumaður leggur fram tillögu um framlengingu á samningi frá 6. maí 2016.
Forstöðumaður lagði fram tillögu um framlengingu á samningi frá 6. maí 2016.
Tillaga var samþykkt og forstöðumanni falið að ganga frá samningi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

4.Útilistaverk við strönd

1511348

Forstöðumaður kynnir erindi frá tveimur listakonum.
Forstöðumaður kynnti nýjar upplýsingar varðandi verkefnið Heima menn 339 (áður Útilistaverk við strönd) sem er samvinnuverkefni tveggja listakvenna og þriggja sjávarþorpa á Íslandi.
Forstöðumanni er falið að kanna erindið nánar skv. umræðum á fundi.

5."Dularfulla búðin"

1612035

Forstöðumaður kynnir.
Forstöðumaður kynnti erindið.
Nefndinni finnst verkefnið áhugavert en hefur ekki fjármagn til úthlutunnar og vísar erindinu til bæjarráðs.

6.Bókasafn - ársskýrsla 2016

1704066

Bæjarbókavörur kynnir ársskýrslu Bókasafns Akraness fyrir árið 2016.
Bæjarbókavörður kynnti ársskýrslu Bókasafns Akraness 2016.
Meðal þess sem kom fram í máli hennar var að útlán hafi dregist saman frá fyrra ári enda hafi afgreiðslustundum fækkað um 10 á viku. Enn fremur kom fram að eftir að stöðugildum háskólamenntaðra starfsmanna var fækkað við safnið hefur það komið niður á starfi safnsins. Skýrslan verður aðgengileg á heimasíðu Bókasafnsins.
Nefndin þakkar fyrir greinargóða kynningu og skýrslu.

Fundi slitið - kl. 22:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00