Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

301. fundur 30. maí 2001 kl. 18:00 - 20:00
301. fundur íþróttanefndar var haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum,  Miðvikudaginn 30. maí 2001 og hófst hann kl. 18:00

Mættir voru: Ingibjörg Haraldsdóttir
Jóhanna Hallsdóttir
Sigurður Hauksson
Sævar Haukdal ritari
Fulltrúi ÍA: Sturlaugur Sturlaugsson
Íþróttafulltrúi:  Stefán Már Guðmundsson

Fyrir tekið:
1. Bréf frá starfskjaranefnd varðandi kvennastörf á Vesturgötunni. 
Stefáni Már Íþróttafulltrúa falið að afgreiða bréf starfskjaranefndar.
2. Teikningar vegna endurbóta Íþróttahússins að Vesturgötu kynntar

3. Jónsmessuganga verður farin á Háahnúk að kveldi 23. júní klukkan 22.00 Stefáni Már Íþróttafulltrúa falið að útvega leiðsögumann og auglýsa gönguna.  Sundlaugin verður opnuð að göngu lokinni.
4. Endanleg tillaga að skipan íþrótta- og æskulýðsmála samþykkt
5. Ósk um Stefáns Márs um gjaldsskrárbreytingu á aðgangsverði íþróttamannvirkja rædd.
6. Önnur mál
a. Tillaga Sævar Haukdals varðandi auglýsingu á starfi rekstrarstjóra. ?Undirritaður óskar eftir því að staða rekstrarstjóra íþróttamannvirkja bæjarins verði auglýst sem fyrst svo hægt verði að ráða í stað þess manns sem hættir í ágúst næstkomandi.  Og verði sú ráðning byggð á þeim tillögum sem íþróttanefnd er búin að gera um þessa stöðu.? Nefndin vísar tillögunni til bæjarráðs
b. Tillaga Sævar Haukdals varðandi öryggismál sundlaugar við Jaðarsbakka. ?Vegna endurskoðunar á öryggismálum sundlaugarinnar við Jaðarsbakka vill undirritaður að endurbætt verði lýsing við sundlaugina fyrir haustið því hún er alls ekki nægjanleg við ákveðnar aðstæður.  Þessar endurbætur mætti gera með ljósastaurum á laugarsvæði og óska á eftir stuðningi Akranesveitu við framkvæmdina? Nefndin vísar tillögunni til bæjarráðs
 
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00
Undirrituð.
Ingibjörg Haraldsdóttir
Sigurður Hauksson
Sævar Haukdal
Jóhanna Hallsdóttir
Sturlaugur Sturlaugsson
Stefán Már Guðmundsson
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00