Fara í efni  

Íþróttanefnd (2000-2002)

282. fundur 28. ágúst 2000 kl. 20:00 - 22:00
282. fundur íþróttanefndar haldinn í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum mánudaginn 28. ágúst 2000 kl. 20:00.

Mættir: Stefán Már Guðmundsson íþróttafulltrúi,
Ingibjörg Haraldsdóttir,
Sigurður Haraldsson,
Jóhanna Hallsdóttir,
Sturlaugur Sturlaugsson.

1. Starfsmannaráðningar.
1.1. Bréf frá Sigurlaugu Karen Guðmundsdóttur þar sem hún biður um skýringu á því af hverju hún var ekki ráðin aftur til starfa við íþróttamiðstöðina.
Nefndin felur íþróttafulltrúa að svara Sigurlaugu Karen skriflega að þessi ákvörðun hafi verið tekin af íþróttanefnd og íþróttafulltrúa og hún geti fengið nánari skýringar hjá íþróttafulltrúa (munnlegar).

1.2. Jónína B. Magnúsdóttir hefur óskað eftir flutningi frá Jaðarsbakkalaug og fara í vörslu á kvennaklefum við íþróttahúsið við Vesturgötu. Íþróttafulltrúi hefur þegar orðið við þessari beiðni. Jónína fór í starf Hrundar Óskarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í júní.

1.3. Ráðið hefur verið í 2 stöður hjá íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum Ráðnar voru Hulda Guðrún Bjarnadóttir og Sólrún Hulda Ragnarsdóttir.

2. Gönguferð á vegum íþróttanefndar.
Fyrirhugaðri gönguferð þann 2. september er frestað af óviðráðanlegum orsökum.

3. Opnunartímar sundlaugar.
Íþróttafulltrúi hefur kannað opnunartíma sundstaða í nágrenninu og er honum falið að skoða málið áfram og athuga með kostnað ef ákveðið yrði að auka opnunartíma miðstöðvarinnar.

4. Verðskrá fyrir tækjasal.
Íþróttafulltrúa falið að ræða við íþróttabandalag um að hækka verð í tækjasal.

Fundi slitið kl. 22:00.

Jóhanna H. Hallsdóttir (sign)
Stefán Már Guðmundsson (sign)
Sigurður Haraldsson (sign)
Ingibjörg Haraldsdóttir (sign)
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00