Fara í efni  

Framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita (2001-2006)

28. fundur 30. janúar 2006 kl. 20:00 - 22:00

Ár 2006, mánudaginn 30. janúar kl. 20:00 kom framkvæmdastjórn Byggðasafns Akraness og nærsveita saman til fundar í Garðakaffi.


 

Til fundarins komu:           Sveinn Kristinsson,

                                          Jósef H. Þorgeirsson,

                                          Hallfreður Vilhjálmsson.

 

Auk þeirra kom Jón Allansson forstöðumaður, til fundarins.

 


Þetta gerðist á fundinum:

  1. Almennt um safnastarfið.

Unnið er að endurbótum á Safnaskálanum, aðallega Garðakaffi.  Málning endurnýjuð o.fl.  Rætt um starfið framundan og hugmyndir um aukið starf.

 

2. Fyrirhugaðar framkvæmdir 2006.

Ákveðið að framlög á  árinu 2006 verði a.m.k. 3,5 millj. og von er um a.m.k. 3 millj. úr opinberum sjóðum.  Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir.

 

3.  Vorferð.

Fyrirhugað er að stjórn safnsins fari í kynnisferð til Akureyrar í mars n.k.

 

4. Steinaríkið.

Rætt um málefni Steinaríkis.

 

5.  Hugur og hönd.

Fyrirtækið Hugur og hönd mun hverfa af Safnasvæðinu á næstu mánuðum og verður þá ónýtt pláss í Fróðá.  Samþykkt að leita eftir notendum af svæðinu.

 

6.  Rætt um að koma upp skáp í anddyri Safnaskálans fyrir smærri sýningar er heiti ?Listamaður mánaðarins? Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdir.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

 Jósef H. Þorgeirsson (sign)

Sveinn Kristinsson (sign)

 Jón Allansson (sign)

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00