Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

89. fundur 22. nóvember 2012 kl. 17:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Sveinn Kristinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Starf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og Skipulags- og umhverfisstofu.

1211001

Inga Ósk Jónsdóttir, starfsmannastjóri mætti á fund ráðsins lagði fram tillögu að ráðningarferli ásamt tillögu að auglýsingu.

Ákveðið að málið verði tekið til umfjöllunar aftur á næsta fundi ráðsins.

2.Framkvæmdastofa - fjárhagsáætlun 2013

1209119

Farið var yfir tillögu að forgangröðun verkefna sem áður hafði verið kynnt framkvæmdaráði.

Framkvæmdastjóra falið að endurskoða tillöguna í samræmi við umræður á fundinum og verður hún tekið til umfjöllunar á næsta fundi.

3.Tónlistarskóli - viðgerðir vegna galla

1208156

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir mati dómkvaddra matsmanna sem fram hefur farið á göllum sem komið hafa fram í húsnæði tónlistarskólans. Fyrir liggur samkomulag við Smáragarð um greiðslu bótanna sem er kr. 2.572.000,-.

Framkvæmdaráð fellst á samkomulagið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá málinu.

Framkvæmdaráð mynnir á að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir fjármunum til viðgerðanna í fjárhagsáætlun fyrir ári 2013.

4.Dalbraut 1 - ársreikningur 2011

1210157

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00