Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

63. fundur 16. ágúst 2011 kl. 17:00 - 18:50 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Karen Jónsdóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
  • Gunnhildur Björnsdóttir (GB) varamaður
Fundargerð ritaði: Ragnar Már Ragnarsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Sundstaðir - öryggi

1106020

Hörður K. Jóhannesson mætir til viðræðna við ráðið.

Hörður Jóhannesson mætti á fundinn og fór yfir tillögur að bættu öryggi í sundlaugum bæjarins. Fyrir liggur tillaga frá framkvæmdastjóra og forstöðumanni íþróttamannvirkja um viðbótarstöðuhlutfall á Jaðarsbökkum en áætlaður kostnaður með launatengdum gjöldum er kr. 4.9 millj. á ársgrundvelli. Framkvæmdaráð styður tillöguna og leggur til við bæjarráð að tillagan verði samþykkt þannig að unnt verði að uppfylla kröfur í nýrri reglugerð nr. 814 frá 2010 um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

2.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011

1102355

Rekstraryfirlit 1. jan. - 31. júlí 2011

Lagt fram.

3.Starf í þjónustumiðstöð og dýraeftirlit

1009113

Umsóknarfrestur rann út 5. ágúst s.l. og fyrir liggja 5 umsóknir

Listi yfir umsækjendur lagður fram.

4.Vélhjólaíþróttafélag Akraness - vélhjólabraut

1102081

Samningur um rekstur vélhjólabrautar

Framkvæmdaráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til bæjarráðs til afgreiðslu.

5.Gróðursetning - Þjóðbraut

1107122

Erindir frá síðasta fundi ráðsins - endurumfjöllun.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu garðyrkjustjóra um að breyta gróðursetningu við Þjóðbraut og lagfæringu gróðurs við Garðagrund.

6.Grundaskóli - hjólarampar

1105081

Tillaga um flutning hjólarampa

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu um nýtt svæði undir hjólarampa og leggur til við bæjarráð að veitt verði kr. 2,85 millj. til verksins.

7.Akraneshöll - hitalampar

1102075

Framkvæmdarráð óskar eftir því við framkvæmdastofu að skoða málið frekar og undirbúa tillögu vegna fjárhagsáætlunagerðar fyrir næsta ár.

8.Framkvæmdaráð - starfshættir 2010-2014

1008105

Tillaga um breyttan fundartíma:
Lagt er til að fundartími ráðsins verði 1. og 3. fimmtudagur í mánuði. (a.m.k. til áramóta 2011/2012)

Framkvæmdaráð samþykkir nýjan fundartíma ráðsins.

Fundi slitið - kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00