Fara í efni  

Framkvæmdaráð (2009-2014)

82. fundur 30. ágúst 2012 kl. 18:00 - 20:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Benediktsson formaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skotfélag Akraness - aðstaða

1208092

Jón S. Ólason og Stefán Örlygsson mættu á fund nefndarinnar og gerðu grein fyrir erindinu.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að skoða hvaða möguleikar eru á að að bregðast við óskum um fyrstu aðgerðir á þessu ári en að öðru leyti verður málið tekið til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2013.

2.Skógræktarfélag - samstarf um skógrækt og útivistarsvæði

1205112

Íris Reynisdóttir, garðyrkjustjori gerði grein fyrir samstarfi kaupstaðarins og Skógræktarfélagsins nú í sumar sem snýr að atvinnuátaksverkefni sem tókst í alla staði vel.

Framkvæmdaráð vísar ósk félagsins um fjárframlag til umfjöllunar bæjarráðs.

3.Gamli vitinn - endurbætur

1110145

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu þess efnis að verkinu yrði skipt þannig að í ár yrði lokið við að steypa stétt umhverfis vitann en verkið yrði síðan hafið að nýju svo fljótt sem verða má á næsta ári og stefnt að verklokum fyrir 1. júní 2013.

Framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og óskar eftir heimild bæjarráðs til að ganga frá samningi á þessum forsendum.

4.Girðing á Botnsheiði - Fitjakirkjuland

1206143

Erindi vísað til framkvæmdaráðs frá skipulagsnefnd.

Framkvæmdaráð felur framkvæmdastjóra að kanna lagalega stöðu kaupstaðarins gagnvart beiðni landeiganda Brekku í Hvalfirði.

Karen Jónsdóttir óskar eftir að bókað verði:

"Lagt er til að kannað verði hvort að ekki sé rétt að landið í Grafardal verði selt."

Framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögunni tl bæjarráðs.

5.Suðurgata 57 (Landsbankahús) - hugsanleg nýting

1201238

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir stöðu verkefnisins.

6.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2012

1203183

Rekstraryfirlit pr. 30. júlí 2012

Lagt fram.

7.Starf í þjónustumiðstöð/dýraeftirlit

1205139

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir ákvörðun sinni um ráðningu í starf dýraeftirlitsmanns en Þórarinn Ægir Jónsson var ráðinn í starfið.

Fundi slitið - kl. 20:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00