Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

710. fundur 18. apríl 2006 kl. 16:00 - 17:15

710. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,

Stillholti 16-18, þriðjud. 18. apríl 2006 og hófst hann kl. 16:00.


Mættir voru:                   Ágústa Friðriksdóttir 
                                     Sigurður Arnar Sigurðsson

                                     Sæmundur Víglundsson

                                     Margrét Þóra Jónsdóttir
                                                      

Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, sem ritaði fundargerð. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykkt.


 

Fundur settur af formanni.

 

Fyrir tekið:

1.  Framfærsla.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

2.  Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

3.  Ráðning félagsráðgjafa.
Fimm umsóknir bárust um afleysingastarf félagsráðgjafa til eins árs. Félagsmálaráð samþykkir tillögu yfirfélagsráðgjafa um ráðningu Ingibjargar Gunnarsdóttur í starfið. Ingibjörg mun hefja störf hjá Akraneskaupstað 17. maí næstkomandi.

4.  Skýrsla um framtíðarskipulag öldrunarmála á Akranesi.
Félagsmálaráð tekur undir þau viðhorf sem fram koma í tillögum starfshóps um framtíðarskipulag öldrunarmála að þjónusta við aldraða verði sveigjanleg og geti mætt breytilegum þörfum, jafnt á sviði félagslegrar þjónustu, heilbrigðisþjónustu og búsetu.

Tillaga um samþættingu félagslegrar heimaþjónustu(heimilishjálp) og heimahjúkrunar er mikilvægt skref í þá átt að gera öldruðum keift að búa sem lengst heima. Hugmyndir um byggingu húsnæðis fyrir eldri borgara á ?Bókasafnsreitnum? svarar þörf fyrir fjölbreytta búsetukosti hvað varðar þjónustu og eignarhald. Til framtíðar litið er mikilvægt að þjónusta við aldraða verði á einni hendi hjásveitarfélaginu.

 

Fundi slitið kl. 17:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00