Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1262. fundur 07. maí 2002 kl. 17:00 - 19:00

1262. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 7. maí 2002 kl. 17:00.

Mættir á fundi:  Þráinn Ólafsson formaður,
   Benedikt Jónsson,
   Guðlaugur Maríasson,
   Ólafur R. Guðjónsson.
Auk þeirra: Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi sem ritaði fundargerð.   

1. Afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.

1.1. Akursbraut 13, skipting eignar. (000.913.05) Mál nr. BN020040

470100-3030 Björgunarfélag Akraness, Akursbraut 13, 300 Akranesi.
Umsókn Hannesar Frímanns Sigurðssonar fh. Björgunafélags Akraness, um heimild til þess að skipta húseigninni í tvær eignir samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld kr.:  3.000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22.4.02.

1.2. Esjuvellir 8, breytt útlit. (000.581.02) Mál nr. BN020044

060764-5739 Árni Ívar Ívarsson, Esjuvöllum 8, 300 Akranesi
Umsókn Árna um heimild til þess að breyta póstum í gluggum norðurhliðar hússins og að sameina baðherbergi og wc í eitt stórt baðherbergi samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld kr.:  3.000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22.4.02.

1.3. Jörundarholt 35, viðbygging. (001.962.09) Mál nr. BN020053

250656-3359 Egill Steinar Gíslason, Jörundarholti 35, 300 Akranesi.
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fh. Egils um heimild til þess að byggja við húsið og tengja við bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi teikningum Magnúsar H. Ólfafssonar.
Stærðir:  15,2 m2 - 47,2 m3
Gjöld kr.:  109.691,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22.4.02.

1.4. Kalmansvellir 2, viðbygging. (000.543.10) Mál nr. BN020046

070656-7369 Björn Guðmundsson, Garðabraut 6, 300 Akranesi.
Umsókn Björns um heimild til þess að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi teikningum Jóhannesar Ingibjartssonar, Almennu Verkfræðistofunni hf.
Stærðir: 140,8 m2 - 627,3 m3
Gjöld kr.:  1.306.311,-
Frestað, óskað eftir áliti Brunamálastofnunar.
 1.5. Kirkjubraut 2, uppteikning. (000.873.08) Mál nr. BN020051

150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi.
Uppteikning Magnúsar fh. húseigenda Kirkjubrautar 2 og Suðurgötu 65 sem gerður er eftir gildandi teikningum.
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa  22.4.02.

1.6. Mánabraut 11, uppteikning.  (000.882.06) Mál nr. BN020052

Uppteikning Magnúsar H. Ólafssonar fh. húseigenda, vegna eignaskiptasamnings.
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22.4.02.

1.7. Steinsstaðaflöt 23, nýbygging.  Mál nr. BN020043

220976-3789 Eyjólfur Matthíasson, Hrafnabjörgum 1, 301 Akranesi.
Umsókn Eyjólfs, um heimild til þess að reisa einbýlishús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ásmundar Jóhannssonar byggingarfræðings hjá teiknistofunni ARKÓ.
Stærðir húss 148,8 m2 - 627,3 m3
Stærð bílg.       45,5 m2 - 194,3 m3
Gjöld kr.:  1.759.924,-
Frestað, byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna.

1.8. Stillholt 23, innrétting. (000.593.04) Mál nr. BN020050

621096-2579 Stillholt ehf., Skólabraut 14, 300 Akranesi.
Umsókn Hjörleifs Jónssonar og Pálma Lórens um heimild til þess að innrétta veitingastað á fyrstu hæð hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum Magnúsar H. Ólafssonar og Runólfs Sigurðssonar.
Gjöld kr.:  3.000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22.4.02.

1.9. Suðurgata 51, niðurrif húss. (000.911.15) Mál nr. BN020049

710169-1529 Landsbanki Íslands Akranesi, Suðurgötu 57, 300 Akranesi.
Umsókn Bjarna Márs Ragnarssonar og Valgeirs Valgeirssonar fyrir hönd Landsbankans, um heimild til þess að rífa húseignina.  Meðfylgjandi eru ljósmyndir af húsinu.
Gjöld kr.:  3.000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22.4.02.

1.10. Víðigerði 2, breytt útlit. (000.867.02) Mál nr. BN020047

610596-2829 Trésm. Þráins E Gíslasonar sf., Jörundarholti 30, 300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Trésmiðju Þráins um heimild  til þess að breyta svölum hússins samkvæmt meðfylgjandi teikningum Gísla S. Sigurðssonar.
Gjöld kr.:  3.000,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22.4.02.

Liðir  1.1, 1.2, 1.3, 1.5, 1.6, 1.8, 1.9, 1.10 hafa verið samþykktir af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Liðir 1.4 og 1.7 er frestað
Byggingarnefnd staðfestir afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa. 
 2. Garðabraut 2, fyrirspurn. (000.681.01) Mál nr. BN020048

501199-3039 Ægisbraut 9 ehf. , Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi
Fyrirspurn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Ægisbrautar 9 ehf., um hvort heimilt verði að setja gönguhurð á suðurhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Afgreiðsla:  Byggingarnefnd óskar eftir umsögn skipulagsnefndar.

3. Ásar/Skógrækt 132385, áfengisleyfi   (000.745.04) Mál nr. BN020054

580169-6869 Golfklúbburinn Leynir, Grímsholti, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 22. apríl 2002, varðandi umsögn byggingarnefndar um leyfi til áfengisveitinga.
Afgreiðsla:  Nefndin getur fallist á erindið.

4. Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar, styrkveiting.   Mál nr. BN020033

Umsóknir um styrk úr húsverndunarsjóði Akraneskaupstaðar. Sex umsóknir bárust.
Afgreiðsla:  Byggingarnefnd gerir þá tillögu til bæjarráðs að styrknum verði skipt jafnt á milli húseigenda húsanna Heiðarbrautar 45, eigendur Gísli Geirsson og Margrét B. Ólafsdóttir og Deildartúns 4, eigendur Stefán Skafti Steinólfsson og Þórey Helgadóttir.
Rök nefndarinnar fyrir vali þessu eru: 
Heiðarbraut 45 er á mjög áberandi stað og byggingarstíl sem nauðsynlegt er að varðveita, jafnframt hefur verið unnið að miklum endurbótum hússins að utan undanfarin hefur ákveðinn  ár.
Deildartún 4 er mjög reisulegt hús þar sem það stendur og hefur mjög skemmtilegan arkitektúr.  Húsið er staðsett í rótgrónu hverfi þar sem umhverfi og útlit skipta mjög miklu máli.

5. Skólabraut 14, breyting innanhúss   (000.912.01) Mál nr. BN020042

570102419 Eicas ehf, Skólabraut 14, 300 Akranesi
Áður frestaðri umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Eicas ehf., um heimild til þess að breyta innréttingu veitingastaðarins samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Gísla Sigurðssonar.
Afgreiðsla:  Byggingarnefnd samþykkir stækkun á veitingasal með því að  minnka eldhús, og að gerð verði ný rýmingarleið úr sal, samkvæmt framlögðum teikningum.


Fleira ekki gert fundi slitið kl.:  19:10

 

Byggingar- og skipulagsfulltrúi.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00