Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1256. fundur 05. febrúar 2002 kl. 17:00 - 18:15

1256. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 5. febrúar 2002 kl. 17:00.

Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Gunnar Ólafsson,
 Davíð Kristjánsson,
 Helgi Ingólfsson,
 Guðlaugur I. Maríasson.
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi, Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Flatahverfi.  Mál nr. BN020010
Nöfn á götur í Flatahverfi.
Lagt er til eftirfarandi röðun á nöfn á götur í klösum í Flatahverfi:
1. Í klasa 1 verði Bakkaflöt, Brúarflöt og Brekkuflöt.
2. Í klasa 2 verði Dalsflöt og Eyrarflöt.
3. Klasi 7og 8 verði Skógarflöt.
4. Klasi 13 og 14 verði Stekkjarflöt og Lónsflöt.
5. Klasi 11 og 12 verði Lindarflöt og Leynisflöt.
6. Klasi 6 verði Klapparflöt og Mýrarflöt.
7. Klasi 10 verði Hagaflöt og Holtsflöt.
8. Klasi 5 verði Hólmaflöt og Höfðaflöt.

2. Húsverndunarsjóður,    Mál nr. BN020008
Auglýsing og breyting á reglum húsverndunarsjóðs.
Lagt fram, byggingarnefnd samþykkir breyttar reglur húsverndunarsjóðs.

3. Jörundarholt 127, breyting. (001.963.24) Mál nr. BN010101
260844-2539 Valdís Guðnadóttir, Jörundarholt 127, 300 Akranesi
Umsókn Valdísar um að breyta áður samþykktri breytingu á notkun á hluta af bílskúr í geymslu og opna á milli stofu og geymslu í bílskúr samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Byggingarnefnd fellst ekki á að bílskúr sé gerður að íbúðarhúsnæði.

4. Vesturgata 61, breyting. (000.732.10) Mál nr. BN020007
290859-3019 Sigríður Arnórsdóttir, Vesturgötu 61, 300 Akranesi
Umsókn Sigríðar um að breyta skráningu hússins að Vesturgötu 61 úr tvíbýli í einbýli.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.
5. Vogar/ Flæðilækur 131242. (000.334.04) Mál nr. BN020002
010137-2339 Ármann Gunnarsson, Garðagr. Steinsstaðir, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Ármanns um heimild til að endurbyggja búfjárhús á ofnagreindu landi samkvæmt teikningu Gísla S. Sigurðssonar Hjarðarholti 5.   Meðfylgjandi er bréf bæjarritara fh. bæjarráðs dags. 25. jan. sl., varðandi bókun bæjarráðs á ofangreindu erindi.  Byggingarnefnd vísaði erindinu til skipulagsnefndar. Meðf. er afgreiðsla skipulagsnefndar.
Þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu getur byggingarnefnd ekki samþykkt ofangreint erindi.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00