Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1245. fundur 25. september 2001 kl. 17:00 - 19:00

1245. fundur byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 25. september 2001 kl. 17:00.

Mættir vour: Þráinn Ólafsson formaður,
 Davíð Kristjánsson,
 Gunnar Ólafsson,
 Helgi Ingólfsson,
 Guðlaugur I. Maríasson
Auk þeirra Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi.  Fundargerð ritaði Hafdís Sigurþórsdóttir.

1. Garðabraut 2, áfengisleyfi.   (000.681.01) Mál nr. BN010102
041274-4339 Gunnvör Braga Jónsdóttir , Vallarbraut 1, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs varðandi umsögn um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Pizza 67.  Meðfylgjandi eru tilskilin gögn.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

2. Garðabraut 2, áfengisleyfi.   (000.681.01) Mál nr. BN010102
160678-5429 Fannar Freyr Bjarnason, Lautasmára 28, 201 Kópavogi
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs varðandi umsögn um leyfi til áfengisveitinga á veitingastaðnum Skagabarnum.  Meðfylgjandi eru tilskilin gögn.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

2. Jaðarsbraut 25, Bréf   (00.068.102) Mál nr. BN010097
150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi
Bréf Magnúsar H. Ólafssonar dags. 23. ágúst 2001, er eftirfarandi:
?Efni þessa bréfs: Byggingarleyfi fyrir Jaðarsbraut 25.
Undirritaður, Magnús H. Ólafsson arkitekt, skrifar þetta bréf sem aðalhönnuður fjölbýlishússins Jaðarsbraut 25, Akranesi.
Á fundi byggingarnefndar Akraness, 5. október 1999, var lögð fram til kynningar teikningar af fyrirhuguðu fjölbýlishúsi Trésmiðjunnar Akurs ehf. að Jaðarsbraut 25 á Akranesi, sem undirritaður hafði gert.  Bókun byggingarnefndarinnar var:
?Lagt fram, nefndin leggur til að fari fram brunatæknileg hönnun.?
Á fundi byggingarnefndarinnar þann 16. nóvember 1999 voru teknar fyrir byggingarnefndarteikningar af fjölbýlishúsinu að Jaðarsbraut 25.  Bókun byggingarnefndarinnar var:
?Nefndin getur ekki samþykkt ofangreinda byggingu, þar sem stigar slökkviliðsins ná ekki ofar en á 3. hæð og fellistigar sem sýndir eru frá íbúðum eru ekki fullnægjanleg rýmingarleið samkvæmt úrskurði Brunamálastofnunar ríkisins.?
Á fundi byggingarnefndarinnar 7. desember 1999 var fjallað um umsóknina fyrir fjölbýlishúsið Jaðarbraut 25.  Bókun byggingarnefndarinnar var:
?Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.?
Í kjölfar þessarar bókunar var gefið út byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsið Jaðarsbraut 25 á Akranesi.
Á fundi byggingarnefndarinnar þann 18. apríl 2000 var lagt fram erindi undirritaðs á breytingum á áður samþykktum teikningum.  Bókun byggingarnefndarinnar var:
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.?
Ofangreindar afgreiðslur eru samskipti undirritaðs fyrir hönd Trésmiðjunnar Akurs ehf. við byggingarnefnd Akraness um fjölbýlishúsið Jaðarsbraut 25 á Akranesi.
Það er ótvírætt að yfirstjórn byggingarmála heima í héraði er í höndum bygginarnefnda með staðfestingu sveitastjórnar.  Til umsagnar getur byggingarnefnd/byggingarfulltrúi kallað eftir umsögn m.a. slökkviliðsstjóra og Brunamálastofnun ríkisins, en samþykktin er byggingarnefndar og sveitastjórnar.  Samkvæmt bókun byggingarnefndar frá 7. desember 1999 hefur öllum skilyrðum verið fullnægt.
5. júní 2001 skrifar slökkviliðstjóri, Jóhannes Karl Engilbertsson bréf til Trésmiðjunnar Akurs.  Í þessu bréfi, sem afrit er af hér meðfylgjandi, fer slökkviliðstjórinn fram á kröfur í 15 liðum um úrbætur/betrumbætur á samþykktum teikningum frá byggingarnefnd Akraness ? sem eru ?Í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.?
Nú er fjölbýlishúsið risið og afhending íbúða er fyrirhuguð innan nokkurra vikna.  Í bréfi sínu gerir slökkviliðsstjóri kröfur.  Í mínum skilningi þýðir það, að ef ekki er farið eftir þessum eftirákröfum hans þá muni hann sem slökkviliðsstjóri, ekki taka út fjölbýlishúsið og heimila búsetu í henni.
Að þessum formála loknum vil ég spyrja þig, sem formann byggingarnefndar Akraness og nefndina í heild sinni nokkurra spurninga og eru þær í raun almenns eðlis þótt þær vakni í tengslum við fjölbýlishúsið að Jaðarsbraut 25.
1. Eru samþykktir byggingarnefndarinnar á teikningum og útgefin byggingarleyfi ekki þær einu forsendur, sem framkvæmdaraðili þarf að hafa til að byggja eftir?
2. Hver er stjórnsýsluleg staða slökkviliðsstjóra gangvart byggingarnefnd og byggingarfulltrúa hvað varðar ábyrgð á ákvörðunum ? er byggingarnefnd ?hærra sett? m.t.t. lokaákvörðunar en slökkviliðstjóri?
3. Var þér, sem formanni byggingarnefndarinnar og/eða byggingarnefndinni kunngut um bréf brunamálastjóra frá 5. júní 2001 og kröfur hans?
4. Hver er staða framkvæmdaraðila, í þessu tilfelli Trésmiðjunnar Akurs ehf, gangvart eftirákröfum af hendi slökkviliðsstjóra ? ber Akri skilyrðislaust að fara eftir kröfum hans?
5. Getur slökkviliðsstjóri við væntanlega lokatútekt á fjölbýlishúsinu hafnað búsetu í blokkinni, ef ekki verður farið eftir kröfum hans, þrátt fyrir samþykkt byggingarnefndar á teikningum, sem eru ?í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög??
6. Ef Trésmiðjan Akur ehf. uppfyllir eftirákröfur slökkviliðsstjóra, getur Akur krafið bæjarsjóð Akraness um greiðslu kostnaðar er sannanlega verður við að uppfylla eftirákröfur slökkviliðsstjóra, þrátt fyrir samþykkt byggingarnefndar á teikningum, sem eru ?í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög??
7. Á tímabilinu frá því að byggingarnefndin samþykkti teikningar og gaf út byggingarleyfi 7. desember 1999 til þess tíma að slökkviliðsstjóri kemur með eftirákröfur sínar 5. júní 2001 hefur slökkviliðsstjóri keypt íbúð í fjölbýlishúsinu Jaðarsbraut 25.  Er slökkviliðsstjóri, sem eigndi að íbúð í þessu fjölbýlishúsi, ekki vanhæfur til að fjalla um og gera eftirákröfur um betrumbætur á húsinu?
Í von um að svör við ofantöldum spurningum berist áður en kallað verður eftir lokaúttekt á fjölbýlishúsinu að Jaðarsbraut 25.?
Sign.
 

Afgreiðsla nefndarinnar:
Upphafleg bókun byggingarnefndar er frá 5. okt. 1999 og er svohljóðandi: ?Lagt fram, nefndin leggur til að fari fram brunatæknileg hönnun.?  Nefndin hefur ekki fallið frá þeirri afgreiðslu.

1. Byggingarnefndarteikningar eru forsendur fyrir frekari hönnun, samanber starfssvið hönnunar samkvæmt grein 17.1, 17.2 og gr. 13.

2. Slökkviliðsstjóri er óháður byggingarnefnd. Hann situr byggingarnefndarfundi en hefur ekki ákvörðunarrétt en tillögurétt.  Eldvarnareftirlit er í höndum byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

3. Formanni byggingarnefndar var sýnt bréf slökkviliðsstjóra dags 5. júní 2001, enda er það í höndum byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra að hafa eftirlit með framkvæmdum.  Samþykkt byggingarnefndar er ekki það sama og byggingarleyfi.  Byggingarleyfi er veitt þegar vissum skilyrðum hefur verið fullnægt, samanber gr. 11, 12 og 13 byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

4. Aðalhönnuður ber ábyrgð á hönnun, þar með talið brunatæknilegri hönnun og skil á teikningum fyrir byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og byggingarstjóra.  Trésmiðjunni Akri ber skilyrðislaust að framfylgja þeim.

5. Slökkviliðsstjóra er skilt að sjá um að lög og reglugerðir um brunamál verði uppfyllt samanber gr. 54 og 55 byggingarreglugerðar nr. 441/1998.  Sem kaupanda getur hann gert kröfu á byggingaraðila að öllum lögum og reglugerðum verði uppfyllt varðandi bygginguna.

6. Byggingin skal uppfylla kröfur um lög og reglugerðir Brunamálastofnunar og byggingarreglugerðar og er á ábyrgð aðalhönnuðar en ekki byggingarnefndar.

7. Allar kröfur sem gerðar eru í bréfi dags. 5. júní sl. eru settar fram af Brunamálastofnun að öllu leyti.

Bréf Bjarna Þóroddssonar dags. 23. ágúst 2001 uppfyllir ekki kröfur um brunatæknilega hönnun.

3. Úthlutunarmál.  Mál nr. BN010090
Úthlutun styrkja vegna viðhalds húsa.
Málin rædd.

4. Steinsstaðaflöt 17, Nýtt hús.    Mál nr. BN010103
150771-5959 Jóhann Pétur Hilmarsson, Akurgerði 21, 300 Akranesi
Umsókn Bjarna Guðmundssonar fyrir hönd Jóhanns um heimild til að reisa parhús á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings, Almennu verkfræðistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Stærðir húss: 126,0 m2 446,6 m3
Stærðir bílskúrs:   31,3 m2 106,8 m3
Gjöld kr.   913.638,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.
 

5. Steinsstaðaflöt 19, Nýtt hús.    Mál nr. BN010104
150771-5959 Jóhann Pétur Hilmarsson, Akurgerði 21, 300 Akranesi
Umsókn Bjarna Guðmundssonar fyrir hönd Jóhanns um heimild til að reisa parhús á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings, Almennu verkfræðistofunni hf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Stærðir húss: 126,0 m2 446,6 m3
Stærðir bílskúrs:   31,3 m2 106,8 m3
Gjöld kr.  913.990,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00