Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1225. fundur 20. júní 2000 kl. 17:00 - 19:00
1225. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal bæjarskrifstofu Stillholti 16-18, þriðjudaginn 20. júní 2000, kl. 17:00

Mættir voru: Þráinn Ólafsson formaður,
Gunnar Ólafsson,
Helgi Ingólfsson,
Þráinn E. Gíslason
Auk þeirra byggingar- og skipulagsfulltrúi, Skúli Lýðsson, slökkviliðsstjóri Jóhannes Karl Engilbertsson og Sigrún A. Ámundadóttir sem ritaði fundargerð.

1. Ásabraut 2-10.
610596-2829 Trésmiðja Þráins E. Gíslasonar sf., Jörundarholti 30, Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar um heimild til að reisa raðhús á ofangreindum lóðum samkvæmt teikningu Gísla Sigurðssonar, húsasmiðs.
Lagt fram til kynningar.

2. Garðabraut 17.
241034-3059 Guðlaugur Ketilsson, Garðabraut 17, 300 Akranesi.
Umsókn Guðlaugs Ketilssonar um heimild til að klæða ofangreint hús að utan með múrklæðningu, einnig er óskað eftir að fá heimild til að klæða þak bílgeymslu. Breytingin hefur í för með sér stærðaraukningu.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að afgreiða erindið.

3. Grenigrund 28.
280946-4949 Sigurður Guðmundsson, Grenigrund 28, 300 Akranesi.
Umsókn Sigurðar Villa Guðmundssonar um heimild til að breyta gluggum og bílskúrshurð á ofangreindri fasteign samkvæmt teikningu Jóhannesar Ingibjartssonar, byggingarfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni ehf., Suðurgötu 57, Akranesi.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.

4. Heiðargerði 5.
061137-4089 Þórir Sigurðsson, Esjubraut 37, 300 Akranesi.
Umsókn Bjarna Þóroddssonar fyrir hönd Þóris Sigurðssonar um heimild til að klæða ofangreint hús að utan með sléttum plötum.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.



5. Jörundarholt 19.
230859-3379 Grétar Kristinsson, Jörundarholti 19, 300 Akranesi.
Umsókn Grétars Kristinssonar um leyfi til að reisa verkfærahús á ofangreindri lóð samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld kr. 2.600,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið, þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.

6. Leynisbraut 4.
410169-4019 Trésmiðjan Akur ehf., Smiðjuvöllum 9, 300 Akranesi.
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Trésmiðjunnar Akurs um heimild til að breyta áður samþykktum teikningum húss á ofangreindri lóð samkvæmt teikningum Magnúsar H. Ólafssonar, arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Stærðar aukning húss. 104,7m3
Stærðaraukning bílgeymslu. 17m3
Gjöld kr. 235.302,-
Samþykkt. Byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ljúka málinu.

7. Kirkjubraut 11.
181245-3959 Hilmar Björnsson, Jaðarsbraut 29, 300 Akranesi.
Svar skipulagsnefndar við bréfi byggingarnefndar varðandi fyrirspurn Magnúsar fyrir hönd Hilmars Björnssonar á viðbyggingu við Hótel Barbró samkvæmt rissi Magnúsar H. Ólafssonar, arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.

?Skipulagsnefnd getur fallist á breytingu á deiliskipulagi sem hefur í för með sér nokkra hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar og endurskoðun á byggingarreitum. Í framkominni tillögu er ekki sýnt fram á viðunandi lausn á bílastæðamálum og telur nefndin að bílastæðamál fyrir viðbótar byggingarmagn verði ekki leyst á viðunandi hátt án endurskoðunar deiliskipulags Akratorgsreits í heild.
Nefndin leggst gegn því að hæð á byggingum á nefndri lóð verði meiri en mesta hæð á byggingum í nágenninu.?

Byggingarnefnd tekur undir að endurskoðun þurfi að fara fram á deiliskipulagi Akratorgsreits en telur að takmarka megi endurskoðunina við viðkomandi lóð og nærliggjandi lóðir.
Nefndin lítur svo á að þar sem ekki hafa verið tekið í notkun þau bílastæði né heldur hafi verið ráðist í þær nýbyggingar sem áætlaðar voru á Akratorgsreit, geti umsækjandi greitt til bílastæðasjóðs samkvæmt 28 gr. byggingarreglugerðar til að koma til móts við kröfur um bílastæði.
Þá gerir nefndin ekki athugasemd við hæð hússins samkvæmt ofangreindu rissi.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00