Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1275. fundur 04. febrúar 2003 kl. 17:00 - 17:30

1275. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 4. febrúar 2003 kl. 17:00.

_______________________________________________________________

 Mættir á fundi:  Björn Guðmundsson formaður,
Guðmundur Magnússon,
Ingþór Bergmann Þórhallsson,
Helgi Ingólfsson.
Auk þeirra voru mættir  Sæmundur Víglundsson tæknifræðingur, Jóhannes Karl Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Hrafnkell Á. Proppé sem ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 1. Búseta í iðnaðarhúsnæði,   Mál nr. BN990178
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf byggingarfulltrúa dags. 23. janúar 2003 varðandi búsetu í iðnaðarhúsnæði.
Byggingarnefnd samþykkir að byggingarfulltrúi geri úttekt á búsetu í iðnaðarhúsnæði.

 2. Vesturgata 65B, bílgeymsla (000.732.23) Mál nr. BN990179
080962-5179 Ingimundur Sigfússon, Presthúsabraut 25, 300 Akranesi
Fyrirspurn Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429, fh. Ingimundar Sigfússonar varðandi það hvort fengist að byggja tvöfalda bílgeymslu á lóðinni og staðsetja þar sem gömlu glerslípunarhúsin voru.
Byggingarfulltrúi hefur vísað erindinu þann 15. janúar 2003 til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 03.02.03 var var samþykkt að fara með erindið skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.  Jafnframt lagði nefndin til að lóð nr. 65B verði sameinuð lóð nr. 65.
Byggingarnefnd lítur jákvætt á erindið en óskar jafnframt eftir aðaluppdráttum af framkvæmdinni til grenndarkynningar.

 

3. Grenigrund 7, viðbygging (001.954.04) Mál nr. BN990180
081160-3689 Haraldur Friðriksson, Grenigrund 7, 300 Akranesi
Fyrirspurn Haraldar varðandi það hvort að heimilað verði að byggja við húsið sólstofu eins og fram kemur á meðfylgjandi rissi.
Byggingarfulltrúi hefur leitað eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar, varðandi erindið.
Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 20.1.03 var tekið jákvætt í erindið með þeim skilyrðum að það verði grenndarkynnt íbúum sömu götu nr. 5,6,8,9 og 10.
Byggingarfulltrúi lítur jákvætt á erindið en óskar jafnframt eftir aðaluppdráttum af framkvæmdinni til grenndarkynningar.


 
4. Kalmansvellir 1, skipting lóðar (000.596.01) Mál nr. BN990182
430866-0289 Bjarg ehf., verslun, Skólabraut 21, 300 Akranesi
Umsókn Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429 fh. verslunarinnar Bjargs ehf. um heimild til þess að skipta lóðinni nr. 1 við Kalmansvelli í tvær lóðir samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Lárusar Ársælssonar kt. 200862-5119 hjá teiknistofunni Hönnun Kirkjubraut 56.
Lóð nr. 1 við Kalmansvelli verði 2.585,2 m2 að stærð og lóð nr.  1A við Kalmansvelli verði 1.169,2 m2 að stærð.
Gjöld kr.: 3.300,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 23. janúar 2003, þar sem erindið er í fullu samræmi við gildandi deiliskipulag.

 

5. Kalmansvellir 1A, nýtt hús  Mál nr. BN990181
430866-0289 Bjarg ehf., verslun, Skólabraut 21, 300 Akranesi
Umsókn Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429 fh. verslunarinnar Bjargs ehf. um heimild til þess að reisa iðnaðar- og verslunarhúsnæði á lóðinni 1A, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Bjarna Vésteinssonar teiknistofunni Hönnun, Kirkjubraut 54-56 Akranesi.
Stærðir:  468,1 m2 - 2.274,5 m3
Gjöld kr:  2.803.320,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa, þann 23.janúar 2003, þar sem erindið er í fullu samræmi við gildandi skipulags- og byggingarlög.

 

6. Stillholt 16-18, umsögn um áfengisleyfi  Mál nr. BN990183
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 22. janúar 2002, varðandi umsögn um áfengisleyfi fyrir Café 67 að Stillholti 16-18, Akranesi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00