Fara í efni  

Bæjarstjórn

1318. fundur 22. september 2020 kl. 17:00 - 19:58 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Bæjarfulltrúarnir Elsa Lára Arnardóttir, Bára Daðadóttir, Rakel Óskarsdóttir og Sandra Margrét Sigurjónsdóttir taka þátt í fundinum í fjarfundi og samþykkja rafrænt fundargerðina.

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykkar um stjórn ög fundarsköp Akraneskaupstaðar, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2009094 - Deiliskipulag Jaðarsbakka - breyting. Málið verður nr. 4 á dagskránni verði afbrigðin samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Skýrsla bæjarstjóra 2020

2001229

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 26. ágúst síðastliðnum.
Til máls tóku:
RÓ og ELA.

Lagt fram.

2.Langtímaveikindi starfsmanna 2020 (veikindapottur)

2006182

Meirihluti bæjarráðs samþykkti á fundi sínum þann 10. september sl. úthlutun úr miðlægum veikindapotti vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar sem tilkomin er vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2020. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. janúar til og með 30. júní og nemur samtals 52 m.kr. en til ráðstöfunar í áætlun er samtals 42 m.kr. Mismuninum að fjárhæð 10 m.kr. verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Meirihluti bæjarráðs samþykkti viðauka nr. 24 að fjárhæð 52 m.kr. Ráðstöfuninni verður mætt með 42 m.kr. af liðnum 20830-1691 og 10 m.kr. með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísaði viðaukanum til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
ELA víkur af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku:

EBr, VLJ, SMS og RÓ.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun Akraness 2020 að fjárhæð 52 millj.kr. sem ráðstafað er á viðeigandi lykla sbr. meðfylgjandi fylgiskjali.

Ráðstöfuninni verður mætt með 42 millj.kr. af liðnum 20830-1691 og 10 millj.kr. með lækkun á áætluðum rekstrarafangi.

Samþykkt 4:0, 4 sitja hjá (RÓ, SMS, EBr og ÓA).

ELA tekur sæti á fundinum að nýju.

3.Deiliskipulag Akratorgsreitur - Suðurgata 119 og 121

2006235

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 7. september sl. meðfylgjandi greinargerð sem svar við athugasemd sem barst við grenndarkynningu vegna breytinga á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna Suðurgötu 119 og 121. Málinu er vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir fyririggjandi greinargerð sviðsstjóra skipulags- og umhverfisviðs sem svar bæjarstjórnar við þeirri athugasemd sem barst við grenndarkynninguna.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu og að hún verði send til Skipulagsstofnunar og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

4.Deiliskipulag Jaðarsbakka - breyting

2009094

Reitur 3, sem skilgreindur var fyrir fjölnotahús / íþróttamiðstöð 2.h. verður fjölnotahús/íþróttamiðstöð 2 hæðir og kjallari. Jafnframt er byggingareitur stækkaður 5-7 metra til norðurs. Breytingin er gerð á stofnanalóð. Stækkun byggingareits er í átt að annarri stofnanalóð þ.e. Grundaskóla til norðurs. Frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að frávikið verði heimilað skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingarnar eru í samræmi við meginatriði deiliskipulagsins og hafa engin áhrif á hagsmuni annarra en lóðarhafa og Akraneskaupstaðar og teljast þær því óverulegar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 breytingar á deiliskipulagi Jaðarsbakka (stofnanareitur, reitur 3) sem felst í stækkun byggingarreitar um 5-7 metra til norðurs (í átt að Grundaskóla) og að byggingareiturinn verði skilgreindur sem fjölnotahús/íþróttamiðstöð tvær hæðir og kjallari en var áður skilgreindur sem fjönotahús/íþróttamiðstöð tvær hæðir.

Breytingin telst óveruleg að mati bæjarstjórnar og hefur engin áhrif á hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

5.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3429. fundargerð bæjarráðs frá 10. september 2020.
3430. fundargerð bæjarráðs frá 17. september 2020.
Til máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3429, dagskrárliði nr. 3, 4, 6, 13 og 14.
ELA um fundargerð nr. 3430, dagskrárliði nr. 3, 4 og 5.
RÓ um fundargerð nr. 3429, dagskrárliði nr. 1 og 13.
RÓ um fundargerð nr. 3430, dagskrárliði nr. 2, 4 og 5.
EBr um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.
RBS um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.
RÓ um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.
RBS um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.
RÓ um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.
RBS um fundargerð nr. 3430, dagkrárlið nr. 2.
EBR um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.
VLJ um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.
SMS um fundargerð nr. 3430, dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

170. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 7. september 2020.
171. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 14. september 2020.
Til máls tóku:
SMS um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
RBS um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
EBr um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
SMS um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
RBS um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
RÓ um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
EBr um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
RBS um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.
ÓA um fundargerð nr. 171, dagskrárlið nr. 7.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

140. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 15. september 2020 .
Til máls tóku:
BD um dagskrárliði nr. 1, 2 og 6.
RÓ um dagskrárlið nr. 1.
RBS um dagskrárlið nr. 1.
RÓ um dagskrárlið nr. 1.
BD um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

135. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 16. september 2020.
Til máls tóku:
RÓ um dagskrárlið nr. 1.
KHS um dagskrárliði nr. 1 og 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

197. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 18. september 2020.
Til máls tóku:
RBS um dagskrárliði nr. 1 og 3.
EBr um dagskrárlið nr. 3.
VLJ um ritun fundargerða.
RBS um dagskrárlið nr. 3.
ÓA um dagkrárlið nr. 3.
EBr um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2001007

112. fundargerð stjórnar Höfða frá 6. ágúst 2020.
113. fundargerð stjórnar Höfða frá 31. ágúst 2020.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:58.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00