Fara í efni  

Bæjarstjórn

1270. fundur 13. mars 2018 kl. 17:00 - 17:58 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að taka á dagskrá með afbrigðum mál. nr. 1803083 (Tillaga um könnun á útfærslu varðandi styttingu vinnuviku starfsmanna Akraneskaupstaðar). Málið verður nr. 2 í dagskránni.

Samþykkt 9:0.

1.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2018

1802030

Breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi voru samþykktar í bæjarstjórn Akraness þann 23. janúar 2018. Breytingarnar voru í samræmi við leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins fyrir sveitarfélög. Samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning Akraneskaupstaðar er skilyrði fyrir því að umsókn um sérstakan húsnæðisstuðning verði samþykkt er að viðkomandi umsækjandi eigi rétt til húsnæðisbóta á grundvelli laga nr. 75/2016. Tilgreind eru hver áhrif tekna eru á grunnfjárhæð húsnæðisbóta. Í 5. grein reglnanna um sérstakan húsnæðisstuðning Akraneskaupstaðar eru einnig sömu tekjuviðmið.

Velferðar- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að 5. grein reglna um sérstakan húsnæðisstuðning Akraneskaupstaðar verði felld út.
Til máls tekur VÞG.

Bæjarstjórn samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning á Akranesi.

Samþykkt 9:0.

2.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Tillaga frá bæjarfulltrúa Ingibjörgu Pálmadóttur um að fela sviðsstjórum Akraneskaupstaðar að leita leiða og koma með tillögur til að stytta fjölda vinnustunda starfsmanna Akraneskaupstaðar bæjarins og/eða auka möguleikann á sveigjanlegri vinnutíma.
GB og VÞG víkja af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku:
IP, ÓA, IP, SFÞ, ÓA, IV, RÓ og IP.

Tillaga ÓA um að vísa erindinu til bæjarráðs.

Samþykkt 7:0.

GB og VÞG taka sæti á fundinum á ný.

3.Almannavarnanefnd Vesturlands - sameinuð nefnd undir stjórn lögreglustjórans á Vesturlandi

1701283

Bæjarráð samþykkti erindi Lögreglustjórans á Vesturlandi á fundi sínum þann 1. mars síðastliðinn um samkomulag
um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.

Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:
IV.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipuð verði ein sameinuð almannavarnanefnd sveitarfélaga á Vesturlandi. Almannavarnanefndin tekur til sveitarfélaganna Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Borgarbyggðar, Dalabyggðar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Snæfellsbæjar, Grundafjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar.

Samþykkt 9:0.

4.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3336. fundargerð bæjarráðs frá 1. mars 2018.
3337. fundargerð bæjarráðs frá 8. mars 2018.
Til máls tók:
ÞG um fundargerð nr. 3336, lið nr. 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

78. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. mars 2018.
Til máls tóku:
ÞG um liði nr. 2, nr. 5, nr. 6 og nr. 7.
RÓ um lið nr. 5.
IP um liði nr. 2, nr. 6.
SFÞ um lið nr. 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2018 - velferðar- og mannréttindaráð

1801006

77. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. mars 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2018 - Höfði

1801015

79. fundargerð stjórnar Höfða frá 22. janúar 2018.
80. fundargerð stjórnar Höfða frá 26. febrúar 2018.
Til máls tók:
ÓA um fundargerð nr. 79, lið nr. 5.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur

1801026

255. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. janúar 2018.
Til máls tóku:
RÓ um lið nr. 4.
SI um lið nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:58.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00