Fara í efni  

Bæjarráð

3549. fundur 30. nóvember 2023 kl. 08:15 - 12:45 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Grænn iðngarður á Grundartanga með hringrása hugsun - kynning

2311010

Kynning á greiningu fyrir Þróunarfélagið á Grundartaga um Grænan iðnagarð á Grundartanga með hringrása hugsun.



Guðjón Steindórsson framkvæmdastjóri, Ólafur Adolfsson stjórnarformaður Þróunarfélagsins á Grundartanga og Sævar Kristinsons KPMG mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og samtalið á fundinum.

Gestir víkja af fundi.

2.Árshlutauppgjör 2023

2305163

Árshlutauppgjör janúar - september 2023.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir dagskrárliðnum sem og undir lið nr. 3.
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og vegna tímabilsins 2025 - 2027.
Aukafundur vegna fjárhagsáætlunar verður þann 7. desember næstkomandi í aðdraganda síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þann 12. desember nk.

Kristjana Helga víkur af fundi.

4.Akranes - sjónvarpsþættir

2310158

Beiðni forsvarmanna heimildarþáttanna "Skaginn" um styrkveitingu vegna framleiðslu þáttanna.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að fjárhæð kr. 500.000 sem er ráðstafað af liðnum 21400-5148.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð hrósar og þakkar forsvarsmönnum þátttanna fyrir framtakið en þættirnir hafa vakið verðskuldaða athygli og draga fram einstakan árangur KFÍA á þessu tímabili sem og mikilvægi knattspyrnunnar fyrir samfélagið á Akranesi.

5.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023

2303014

478. mál til umsagnar, frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

468. mál til umsagnar, frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).

497. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).

73. mál - um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).

509. mál - Tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila inn umsögn vegna Jöfnunarsjóðsfrumvarpsins.

Samþykkt 3:0

Frumvörpin og þingslályktunartillagan lögð fram.

6.Húsnæðisáætlun 2024

2305204

Húsnæðisáætlun 2024 til kynningar. Áætlunin fer til samþykktar í bæjarstjórn 12. desember 2023.



Valdís Eyjólfsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Valdís Eyjólfsdóttir víkur af fundi.

7.Breið - kynning

2310273

Yfirferð um stöðu mála á Breiðarsvæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að það komi inn á næsta fund bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

8.Garðavöllur - rafmagn að salernisaðstöðu GL

2311370

Erindi frá Golfklúbbnum Leyni um stuðning Akraneskaupstaðar við að koma rafmagni að salernisaðstöðu GL á Garðavelli.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram með stjórn og framkvæmdastjóra GL og kalli m.a. eftir nánari upplýsingum varðandi kostnaðartölur.

Málið komi að nýju til bæjarráðs er niðurstaða samtals aðila liggur fyrir.

Samþykkt 3:0

9.Gámasvæði á Breið

2311024

Bæjarstjórn Akraness vísaði málinu á fundi sínum þann 28. nóvember sl. til bæjarráðs en um er að ræða samning Sæljóns, félags smábátaeigenda á Akranesi, Brims, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna, varðandi afnot og rekstur lóðanna Hafnarbrautar 15 og Breiðargötu 3 (gámasvæðið á Breið).



Málið komi e.a. á ný til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning með framkomnum athugasemdum varðandi efni samkomulagsins og ábendingum um nauðsynlegar textaleiðréttingar og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Bæjarráð tekur undir ábendingu skipulags- og umhverfissviðs varðandi mikilvægi þess að ásýnd og umgengni um svæðið verði bætt.

Samþykkt 3:0

10.Suðurgata 57 - gamla Landsbankahúsið

2301247

Framtíð gamla Landsbankahússins.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að auglýsa eftir áhugasömum aðilum varðandi framtíðarnotkun á Suðurgötu 57.
Bæjarráð samþykkir að hafin verði sölumeðferð á Suðurgötu 57 þar sem horft verði m.a. til nýtingar á baklóð með eflingu miðbæjarins í huga. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfisviðs að undirbúa málmeðferð fyrir skipulags- og umhverfisráð um mögulega útfærslu.

Málið komi að nýju til ákvörðunar bæjarráðs að lokinni frekari úrvinnslu skipulags- og umhverfisráðs.

Samþykkt 3:0

11.Tjaldsvæði í Kalmansvík

2203220

Beiðni um framlengingu samnings um rekstur á tjaldsvæði.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að framlengja samning um rekstur tjaldsvæðisins við Landamerki ehf. til 30. apríl 2025.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við núverandi rekstraraðila um framlengingu reksturs tjaldsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi framlengingarheimild samningsins.

Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

12.Tómstundaframlag - nýting o.fl.

2309169

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 20. nóvember sl. að leggja til við

við bæjarráð að tómstundaframlag fyrir börn 6-18 ára taki mið af hækkunum á almennum þjónustugjaldskrám sveitarfélagins þ.e. að framlagið verði hækkað um 7% fyrir árið 2024.



Ráðið gerir það jafnframt að tillögu sinni að settur verði á stofn sérstakur vinnuhópur skipaður fulltrúum íþróttafélaga, framkvæmdarstjóra ÍA, fulltrúum foreldra, fulltrúum tónlistarskólans og fulltrúum ungmennaráðs ásamt pólitískum fulltrúum og embættismönnum skóla- og frístundasviðs. Hópurinn taki til starfa strax á nýju ári.



Hlutverk og verkefni hópsins verði að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlagsins og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Bæjarráð samþykkir að fela skóla- og frístundaráði að vinna málið áfram og kalli til sín fulltrúa hagaðila í þeirri vinnu. Verkefnið er að rýna fyrirkomulag og nýtingu tómstundaframlags Akraneskaupstaðar og leggja fram tillögur að hækkun og/eða breytingum á fyrirkomulagi til hagsbóta fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra.

Gert verði ráð fyrir að vinnan hefjist í janúar nk. og skil á tillögum til bæjarráðs fyrir 15. mars nk.

Samþykkt 3:0

Ákvörðun varðandi fjárhæð tómstundaframlags fyrir árið 2024 verður tekin á fundi bæjarstjórnar þann 12. desember nk. en fyrirliggjandi tillaga er hækkun um 7%.

Samþykkt 3:0

13.Barnaþing 2023

2311335

Barna- og ungmennaþingið er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, ungmennaráðs, grunnskólanna, fjölbrautarskólans og Þorpsins og liður í innleiðingu barnvæns sveitarfélags.



Dagana 7., 8. og 9. nóvember 2023 var haldið Barna- og ungmennaþing á Akranesi.



Hátt í 200 börn og ungmenni úr grunn- og framhaldsskóla bæjarins tóku þátt í þinginu.



Niðurstöður þingsins verða notaðar við gerð aðgerðaráætlunar barnvæns sveitarfélags, ásamt niðurstöðum stöðumats sem lauk haustið 2023. Verkefnið er að taka saman þær aðgerðir sem stýrihópur verkefnisins hefur forgangsraðað og mynda aðgerðaáætlun Akraneskaupstaðar vegna innleiðingar Barnasáttmálans 2022-2024.



Meðfylgjandi er ályktun frá fulltrúum á barna- og ungmennaþingi 2023 sem lagt var fyrir stýrihóp um barnvænt sveitarfélags og vísað til fagráða og nefnda Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar öllum þeim börnum og ungmennum sem þátt tóku nýafstöðnu þingi fyrir þeirra framlag til þessa mikilvæga málefnis og fyrir þá brýningu sem fram kemur í ályktuninni.

Framundan er að mynda aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans og mikilvægt að það verkefni takist vel og þess gætt að samráð verði haft við fulltrúa barna og ungmenna í þeirri vinnu.

Bæjarráð beinir því til skóla- og frístundaráðs að fjalla um mögulegan vettvang í samráði við ungmennaráð.

Samþykkt 3:0

14.Heiðursborgarar Akraneskaupstaðar

2311359

Vilji bæjarstjórnar stendur til að bæjarráð yfirfari reglur Akraneskaupstaðar um val og útnefningu heiðursborgara Akraness.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og vinni drög að endurskoðuðum reglum um val og útnefningu heiðursborgara Akraness. Mikilvægt er að þær reglur gefi bæjarfulltrúum m.a. svigrúm til endurskoðunar ákvörðunar skapist einhverjar þær aðstæður sem kollvarpa ímynd þess einstaklings sem í hlut á hverju sinni.

Málið komi að nýju til bæjarráðs að lokinni úrvinnslu.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00