Fara í efni  

Bæjarráð

3544. fundur 12. október 2023 kl. 08:15 - 12:25 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2025-2027

2306146

Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og vegna tímabilsins 2025 - 2027.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 2 til og með 5.
Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunarinnar verður á aukafundi bæjarráðs sem verður fimmtudaginn 19. október næstkomandi.

2.Afskriftir 2023

2306206

Afskriftabeiðni frá Sýslumanni Vesturlands dags.6. október 2023, vegna fyrndra krafna og gjaldþrotabús.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi afskriftarbeiðnir sýslumannsins á Vesturlandi, samtals að fjárhæð kr. 8.213.548 (höfuðstóll).
Um er að ræða kröfur vegna opinberra gjalda sem þrátt fyrir ítrekar innheimtutilraunir og árangurslaus fjárnám hefur ekki tekist að innheimta og kröfur eru fyrndar. Fjárhæðin tekur einnig til eins gjaldþrotabús vegna krafna að fjárhæð kr. 765.119.

Samþykkt 3:0

3.Fjárhagsáætlun Höfða 2023 - viðauki 1

2310029

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun Höfða 2023 sem samþykktur var á fundi stjórnar Höfða 2. október 2023.

Viðaukinn gerir ráð fyrir að bættri rekstrarniðurstöðu ársins 2023 en frá upphaflegri áætlun. Gert er nú ráð fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verði neikvæð um 88,5 m.kr. í stað neikvæðrar afkomu að fjárhæð 113,7 m.kr.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun 2023 en í þessu felst betri rekstrarniðurstaða hjá samstæðu Akraneskaupstaðar sem nemur 25,2 m.kr. Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

4.Sala fasteigna Akraneskaupstaðar - Skarðsbraut 9

2308051

Kauptilboð í íbúð við Skarðsbraut 9.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 5 til og með 11.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að gera gagntilboð sbr. nánari upplýsingum í ítarbókun.

Samþykkt 3:0

5.Kaup á félagslegum íbúðum

2310127

Tillaga um kaup á félagslegu húsnæði, í framhaldi af ákvörðun bæjarráðs frá 10. ágúst 2023 um sölu tveggja fasteigna í eigu Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að auglýsa á heimasíðu Akraneskaupstaðar og hjá fasteignasölum um vilja Akraneskaupstaðar til að kaupa eign af tilteknum gæðum sbr. fyrirliggjand greiningu félagsþjónustu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

6.Dalbraut 1 - leiga á húsnæði

2310107

Drög að leigusamningi við Reitir - verslun ehf. um húsnæði að Dalbraut 1, undir hluta af starfsemi bæjarskrifstofu.
Afgreiðslu málsins frestað til fundar bæjarráðs þann 26. október næstkomandi.

Samþykkt 3:0

7.Deiliskipulag Suðurgata 22 - Nýtt

2211144

Erindi vegna samkomulags um gjöld og deiliskipulag.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

Samþykkt 3:0

8.Umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2309160

Umsókn Mardalur ehf. um lóð á grænum iðngörðum.

Matsnefnd metur Lækjarflóa nr. 14. sem hentuga lóð undir fyrirhugaða starfsemi umsækjanda.

Halla Marta Árnadóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 9 og nr. 10.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Lækjarflóa nr. 14 til umsækjanda skv. fyrirliggjandi skilmálum um úthlutun lóða í Flóahverfi.

Samþykkt 3:0

9.Lækjarflói 15 - umsókn um lóð á grænum iðngörðum

2308024

Umsókn Merkjarklappar um lóð á grænum iðngörðum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að málið fari að nýju fyrir fund bæjarráðs þann 26. október næstkomandi.

Samþykkt 3:0

10.Tjarnarskógar 2 - umsókn um byggingarlóð

2308115

Umsókn um úthlutun byggingarlóðar - Tjarnarskógar 2.
Bæjarráð úthlutar byggingarlóðinni (fjölbýlishúsalóð) við Tjarnarskóga nr. 2 til umsækjanda með fyrirvara um að hann standist fyrirliggjandi kröfur skv. almennum skilmálum gjaldskrár Akraneskaupstaðar fyrir gatnagerðargjald nr. 1543/2022 sbr. breytingu nr. 830/2023 og reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020.

Um úthlutunina gilda útboðskilmálar dagsettir í mars 2023. Verð skulu uppfærð miðað við breytingar á byggingarvísitölu til úthlutunardags.

Málið komi að nýju til bæjarráðs ef umsækjandi uppfyllir ekki almenn skilyrði úthlutunar skv. gatnagerðargjaldskrá Akraneskaupstaðar og ákvæði reglna Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða.

Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar Tjarnarskógar 2 til umsækjanda og er úthlutunin samkvæmt gildandi útboðsskilmálum.

Samþykkt 3:0

Halla Marta víkur af fundi.

11.Tónberg- endurnýjun á búnaði

2309310

Þörf er á endurnýjun á hljómbúnaði og ljósum í Tónbergi, sal Tónlistarskólans.

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að leið C verði farin sem felur í sér endurnýjun á stjórnbúnaði í Tónbergi. Ráðið óskar eftir að lagt verði mat á hvort skynsamlegt sé að skipta einnig út mögnurum í sömu aðgerð þ.e. leið D. Rut Berg Guðmundsdóttir skólastjóri TOSKA og Elfa Margrét Ingvarsdóttir aðstoðarskólastjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Dagný Hauksdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 12.
Bæjarráð vísar erindinu til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll víkur af fundi.

12.Málefni leikskólastigsins 2023

2307091

Bókun skóla og frístundaráðs frá 2. október sl.:

Skóla- og frístundaráð fagnar góðum viðtökum foreldra við tilraunaverkefninu um skráningardaga í leikskólum.

Rúmlega helmingur foreldra leikskólabarna á Akranesi hefur valið að skrá börnin sín í frí alla skráningardagana og fá þar með gjaldfrjálsan desember.
Lagt fram.

Bæjarráð tekur heilshugar undir bókun skóla- og frístundaráðs frá 2. október síðastliðnum.

Ekki er talin þörf á gerð viðauka vegna vænts tekjutaps í tengslum við fyrirkomulagið.

Samþykkt 3:0

13.Þjónusta sveitarfélaga 2023 - könnun Gallup

2310118

Þjónustukönnun Gallup meðal íbúa.
Bæjarráð vísar til þess að í gangi er umfangsmikil vinna tengd stefnumótun Akraneskaupstaðar sem tekur m.a. til þjónustustigs Akraneskaupstaðar. Áform hafa verið um þátttöku Akraneskaupstaðar í þjónustukönnun Gallup annað hvert ár en í ljósi þess að stefnumótun Akraneskaupstaðar verður ekki lokið fyrr en á síðari stigum í lok þessa árs mun Akraneskaupstaður ekki vera með í könnuninni í ár.

Samþykkt 3:0

14.Báran brugghús - umsókn um sölu áfengis á framleiðslustað

2306147

Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar Bárunnar brugghús ehf. Bárugötu 21 Akranesi, sem óskar eftir leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað.

Samkvæmt erindi sýslumannsins á Suðurlandi þarf ítarlegri umsögn sveitarfélagsins að liggja fyrir.
VLJ víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og gert ráð fyrir að málið verði að fullu tækt til afgreiðslu á fundi ráðsins þann 26. október næstkomandi.

Samþykkt 2:0

VLJ tekur sæti á fundinum að nýju.

15.Höfði - djúpgámar

2310129

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili vegna djúpgáma.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs og gert ráð fyrir að málið komi að nýju til afgreiðslu bæjarráðs varðandi fjárhagslega hluta verkefnisins.

Samþykkt 3:0

16.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023.

2303014

Mál 182. til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024 - 2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 - 2028.

Mál 171. til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016 (lántökuskilyrði vegna íbúðafjárfestinga).

99. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna banns við hvalveiðum.
Lagt fram.

17.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2301017

185. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 9. október 2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00