Fara í efni  

Bæjarráð

3477. fundur 11. nóvember 2021 kl. 08:15 - 12:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2023-2025

2106179

Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun 2022 (2023-2025).

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlun verður á næsta fundi bæjarráðs þann 25. nóvember næstkomandi.

Kristjana Helga Ólafsdóttir vikur af fundi.

2.Fjöliðjan - prókúra á bankareikning

2111091

Prókúra vegna Fjöliðjunnar.
Bæjarráð, með vísan til 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, samþykkir að veita Kristjönu Helgu Ólafsdóttur, deildarstjóra fjármála, prókúru á tiltekin bankareikning Fjöliðjunnar vinnu-/hæfingarstaðar sbr. ítarbókun en reikningagerð og skrifstofuhald Fjöliðjunnar er alfarið á hendi skrifstofu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

3.Álit Umboðsmanns Alþingis vegna ráðningar (EBS)

2110118

Álit umboðsmanns Alþingis er varðar ráðningu í starf slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins, m.a. að kanna möguleika þess að fá fund með umboðsmanni Alþingins til að unnt sé að draga nauðsynlegan lærdóm af niðurstöðunni til samræmis við tilmæli hans en tilteknar ráðningar hjá Akraneskaupstað eru lögum og reglum samkvæmt hjá bæjarstjórn.

Samþykkt 3:0

4.Stigagjöf í ráðningamálum - álit Umboðsmanns Alþingis

2110188

Frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis vegna ráðninga hjá hinu opinbera (ríki, sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar).
Lagt fram.

5.Suðurgata 78 - íbúð til sölu

2110087

Íbúð til sölu að Suðurgötu 78.
Bæjarráð hafnar boði um kaup á eigninni.

Samþykkt 3:0

6.Sala fasteigna Akraneskaupstaðar

2104079

Sala eigna hjá Akraneskaupstað.
Lagt fram.

Bæjarráð beinir því til skipulags- og umhverfisráðs að leggja fram lista til bæjarráðs um mögulega sölu eigna Akraneskaupstaðar.

Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Samþykkt 3:0

7.Flóahverfi - úthlutunarreglur

2104136

Reglur um úthlutun lóða í Flóahverfi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti reglunar og vísaði þeim til samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð samþykkir reglur um úthlutun lóða í Flóahverfi og vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

8.Aðgerðir Akraneskaupstaðar 2021 vegna Covid-19

2107508

Vegna ákvörðunar bæjarráðs 5. nóvember sl. um lokun í leik- og grunnskólum og frístundastarfi á föstudeginum 6. nóvember ásamt tilmælum til foreldra um að sækja börnin frá hádegi á fimmtudeginum 5. nóvember þarf að taka ákvörðun um lækkun gjalda vegna þess tímabils sem er undir.

Meðfylgjandi var samþykkt í bæjarráði í mars 2020 og var ákvörðunin tímabundin út apríl sama ár.

"Bæjarráð samþykkir að Í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla og frístundar fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu, t.a.m. með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. Ofangreint nær til þjónustu gjalda leik- og grunnskóla og starfsemi frístundar í Þorpinu. Ákvörðunin er tímabundin og gildir til loka apríl næstkomandi."

Þann 5. nóvember sl. tók bæjarráð ákvörðun með hliðsjón af útbreiddu COVID-19 smiti hér á Akranesi að fella niður starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi Akraneskaupstaðar föstudaginn 6. nóvember. Jafnframt var lágmarksstarfsemi í þessum stofnunum frá hádegi þann 5. nóvember og þess óskað að foreldrar ungra barna, sæktu börn sín um hádegisbilið þann sama dag.

Vegna þessarar ráðstöfunar samþykkir bæjarráð að í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla, tónlistarskólanum og frístundarstarfi fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða COVID-19 veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. Ofangreint nær til þjónustugjalda leik- og grunnskóla, tónlistiarskólans og starfsemi frístundar í Þorpinu. Ákvörðunin er tímabundin og gildir frá hádegi fimmtudagsins 5. nóvember síðastliðinn og út nóvember mánuð næstkomandi.

Samþykkt 3:0

9.Skógarlundur 7 - umsókn um byggingarlóð

2111065

Umsókn Valdísar Eyjólfsdóttur um byggingarlóð við Skógarlund 7.

RÓ víkur af fundi undir þessum lið og undir dagskrárliðum nr. 10 og nr. 12. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðunina.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjandans sem var fyrstur til að sækja um og greiða umsóknargjaldið sbr. reglur Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020.

Samþykkt 2:0

Bæjarráð leggur til að fyrirkomulagið verði endurskoðað og beinir því til skipulags- og umhverfisráðs að vinna breytta tillögu um úthlutun lóða sem komi til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar Akraness. Bæjarráð leggur til að efni reglnanna verði þannig að stuðst verði í meira mæli við útdrátt þegar umsóknir eru nálægt hver annarri í tíma og gæti t.d. verið þannig að miðað sé við allar umsóknir sem uppfylla skilyrðin og berast þann dag sem opnað er fyrir umsóknir.

Samþykkt 2:0

10.Skógarlundur 7 - umsókn um byggingarlóð

2111064

Umsókn Trésmiðjunnar Akurs ehf. um bygginarlóð við Skógarlund 7.
Bæjarráð synjar umsókninni með vísan til reglna Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020 en lóðinni var úthlutað til annars umækjenda sem var fyrri til að sækja um lóðina sbr. dagskrárlið nr. 9.

Samþykkt 2:0

11.Skógarlundur 7 - umsókn um byggingarlóð

2111079

Umsókn Einars Arnar Reynissonar um byggingarlóð við Skógarlund 7.
Bæjarráð synjar umsókninni með vísan til reglna Akraneskaupstaðar um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020 en lóðinni var úthlutað til annars umækjenda sem var fyrri til að sækja um lóðina sbr. dagskrárlið nr. 9.

Samþykkt 2:0

12.Keilufélag Akraness - rekstrarsamningur

2007099

Samningur Akraneskaupstaðar og Keilufélagsins er útrunnin en fjárheimild er til staðar vegna yfirstandandi árs. Samsvarandi fjárhæð er áætluð í fjárhagsáætlun næsta árs vegna þessa verkefnis en ljúka þarf frágangi á áframhaldandi samnningi.

ÓA tekur sæti á fundinum undir þessum lið í stað RÓ.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 13 til og með 16.

Bæjarráð samþykkir að greitt verði samkvæmt gildandi fjárheimild og bæjarstjóra falið að útfæra nýjan samning í samvinnu við forsvarsmenn Keilufélagsins.

Samþykkt 3:0

ÓA víkur af fundi og RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

13.Leikskólamál - ályktun

2111029

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga og ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.
Lagt fram.

Bæjarráð styður hugmynd stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um að sambandið standi fyrir sérstöku málþingi um leikskólamál þar sem rædd verði framtíðarsýn fyrir leikskólastigið sbr. meðfylgjandi erindi.

Samþykkt 3:0

14.Leikskólar - barngildi í reiknilíkani

2104215

Skóla- og frístundaráð vísaði erindi til ákvörðunar bæjarráðs í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð telur ekki forsendur nú til breytinga á barngildum í reiknilíkunum leikskóla Akraneskaupstaðar. Málið verður skoðað að nýju í aðdraganda opnunar nýja leikskólans haustið 2022 út frá þeim aðstæðum og þörfum sem þá verða uppi og í samræmi við ákvarðanir um inntöku barna.

Samþykkt 3:0

15.Smiðjuloftið - þjónustusamningur

2104247

Þjónustusamningur við Smiðjuloftið.

RÓ víkur af fundi undir þessum lið. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðunina.
Bæjarráð samþykkir að útfærður verði þjónustusamningur við Smiðjuloftið þar sem nemendum leik, grunn og tónlistarskólans og þjónustuþegum Akraneskaupstaðar gefist kostur á að kynna sér þá fjölbreyttu afþreyingu sem fram fer í aðstöðu Smiðjuloftsins. Um er að ræða frekari þróun á verkefni Smiðjulofstsins sem hlaut menningarstyrk frá Akraneskaupstað árið 2021 og gaf mjög góða raun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frekari úrvinnslu málsins en gert verður ráð fyrir fjármagni vegna þessa verkefnis í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Samþykkt 2:0

RÓ tekur sæti á fundinum á ný.

Valgerður Janusdóttir víkur af fundi.

16.Loftslagsvernd í verki - námskeið

2111031

Boð Sambands íslenskra sveitarfélaga um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftslagsvernd í verki.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

17.Hringrásarkerfi - innleiðing skv. lögum

2111030

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00