Fara í efni  

Bæjarráð

3423. fundur 25. júní 2020 kl. 08:15 - 13:45 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd

2001006

85. fundargerð Menningar- og safnanefndar frá 4. júní 2020.
86. fundargerð Menningar- og safnanefndar frá 9. júní 2020.
Lagt fram.

2.Björgunarfélag Akraness - starfsemi, útköll og hjálparliðar

2006258

Starfsemi Björgunarfélags Akraness.

Ásgeir Kristinsson og Gísli Þráinsson, fulltrúar Björgunarfélags Akraness, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Björgunarfélagsins fyrir komuna á fundinn og mjög áhugaverða kynningu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

3.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Kynning á vinnu starfshóps um framtíðarskipulag mötuneytismála á Akranesi.

Fulltrúar starfshóps um mötuneytismál taka sæti á fundinum undir þessum lið kl. 10:00.
Bæjarráð þakkar fulltrúum starfshóps mötuneytismál fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir kynninguna og þau vönduðu gögn sem lögð voru fram. Bæjarráð telur mikilvægt að stjórn Höfða fái kynningu frá starfshópnum og óskar eftir fulltrúar starfshópsins tryggi að svo verði sem fyrst.

Afgreiðslu málsins frestað.

4.Stoðþjónusta í grunnskólum

2006220

Erindi frá skóla- og frístundaráði varðandi stoðþjónustu í grunnskóla.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að Grundaskóli fái heimild til aukningar útgjalda sem nemur 80% stöðu stuðningsfulltrúa vegna þarfar fyrir aukna stoðþjónustu frá hausti. Kostnaður vegna 80% starfs á ársgrunni er um kr. 5.400.000. Kostnaður vegna haustannar 2020 er áætlaður kr. 2.200.000.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun

5.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Greiningarvinna lögð fram um fjármagn til íþróttafélaga og Íþróttabandalagsins á Akranesi.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir greininguna eins og hún stendur núna en henni er ekki að fullu lokið.
Lagt fram.

6.Langtímaveikindi starfsmanna 2020 (veikindapottur)

2006182

Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins janúar til og með júní.
ELA víkur af fundi undir afgreiðslu málsins.

Heildarfjárhæð umsókna stofnana Akraneskaupstaðar vegna veikindaafleysinga á tímabilinu 1. janúar til og með 30. júní er samtals kr. 67.000.000 en í áætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir kr. 42.640.000 til að mæta útgjöldunum. Bæjarráð telur rétt að umsóknir verði yfirfarnar nánar og þess gætt að úthlutun sé í samræmi við meginregluna um að bætt séu útgjöld stofnana vegna veikindaafleysinga frá og með fimmtu viku veikinda en þess gætt í fjárhagsáætlunarvinnu kaupstaðarins að skammtímaveikindi séu bætt hjá stofnunum sem veita þannig tegund af þjónustu að hana þarf ávallt að manna vegna forfalla.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að væntanleg úthlutun verði með breyttu sniði frá fyrri árum þannig að umsóknir stofnana sem verða afgreiddar á tímabilinu verði bættar að fullu þannig að fjárhagsáætlun einstaka stofnana endurspegli betur raunstöðu fjárhags í stað þess að þær þurfi að bíða eftir lokaafgreiðslu ársins, sem jafnan er í lok nóvember eða byrjun desember.

Afgreiðslu málsins frestað.

7.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

1912177

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á 129. fundi sínum þann 22. júní 2020, drög að samþykkt fyrir Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi. Í drögunum er vísað til þess að Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi starfar í umboði bæjarstjórnar og eftir því sem mælt er fyrir um í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfi og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og fer einnig með verkefni samráðshóps um málefni fatlaðs fólks sömu laga. Velferðar- og mannréttindaráð vísar fyrirliggjandi drögum til afgreiðslu í bæjarráði.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi drög um Notendaráð um málefni fatlaðs fólks á Akranesi.

8.Bjarg íbúðafélag - umsókn um stofnframlag 2020

2005140

Uppfærð staðfesting Akraneskaupstaðar á stofnframlagi vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. um uppbyggingu á Akranesi.

Var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 8. apríl síðastliðinn en þá var uppbygging áformuð á Asparskógum nr. 11 og nr. 17. Ný staðsetning er nú fyrirhuguð á Asparskógum nr. 3.

Fjárhæðir stofnframlags leiðréttar til samræmis við uppfærð gögn Bjargs íbúðafélags hses.

Ráðstöfunin felur í sér hækkun heildarframlags Akraneskaupstaðar en lægri fjárhæðar úr sjóð vegna hærri gatnagerðar- og þjónustugjalda en áður var gert ráð fyrir.

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs þann 19. júní sl. og er því málið lagt fyrir á ný.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að veita stofnframlag til uppbyggingar almennra íbúða á Akranesi, við Asparskóga nr. 3, skv. lögum nr. 52/2016.

Samþykki bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar er veitt með fyrirvara um samþykki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á úthlutun stofnframlags til verkefnisins. Fyrirvari bæjarstjórnar tekur bæði til úthlutunar lóðarinnar sem og veitingu stofnframlagsins.

Heildarstofnvirði umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er kr. 671.540.365 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 80.584.844. Framlagið er innt af hendi með gatnagerðar- og þjónustugjöldum vegna úthlutunar lóðarinnar að fjárhæð kr. 47.051.286 og með beinu fjárframlagi úr sjóð að fjárhæð kr. 33.533.588.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að gera breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem þessu nemur og úthlutun lóðar við Asparskóga nr. 3 til verkefnisins með þeim fyrirvara að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykki úthlutun stofnframlags til verkefnisins.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 20 við fjárhaágsætlun 2020 vegna þessa. Viðaukinn felur í sér aukningu í fjárfestingu að fjárhæð 80.584.844 sem verður mætt með auknum gatnagerðar-og þjónustugjöldum að fjárhæð kr. 47.051.286 og með lækkun á handbæru fé að fjárhæð kr. 33.533.588.

Samþykkt 2:0 (RÓ situr hjá)

9.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða

2004058

Uppfærð staðfesting á stofnframlagi Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingar almennra íbúða á Dalbraut 6.

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs þann 19. júní sl. og er því málið lagt fyrir á ný.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir samstarfsverkefni við Leigufélag aldraðra hses. vegna uppbyggingar almennra íbúða samkvæmt lögum nr. 52/2016 á byggingarlóðinni við Dalbraut nr. 6.

Heildarstofnvirði umsóknar Leigufélags aldraðra til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er kr. 1.100.639.746 og stofnframlag Akraneskaupstaðar er 12% af þeirri fjárhæð eða kr. 132.076.769.

Framlag Akraneskaupstaðar er innt af hendi með gatnagerðar- og þjónustugjöldum vegna úthlutunar lóðarinnar og kostnaðar við lóð að sambærilegri fjárhæð.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir að gera breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar sem þessu nemur og úthlutun lóðarinnar Dalbraut nr. 6 til verkefnisins með þeim fyrirvara að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samþykki úthlutun stofnframlags til verkefnisins.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020 vegna þessa. Viðaukinn felur í sér aukningu í fjárfestingu að fjárhæð kr. 132.076.769 sem verður mætt með auknum gatnagerðar- og þjónustugjöldum.

Samþykkt 2:1 (RÓ er á móti)

Bókun RÓ:
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur kallað eftir því að dýpri þarfagreining fari fram hvort eftirspurn sé eftir slíku úrræði á Akranesi nú eða í náinni framtíð. Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar tekur ekki á slíkri greiningu og því telur bæjarfulltrúi ekki skynsamlegt að hefja þessa vegferð.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Bókun VLJ og ELA:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra samþykkja samstarfsverkefni við Leigufélag aldraðra vegna uppbyggingu almennra íbúða. Verkefnið er í samræmi við Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar sem er stefnumarkandi plagg sem öll bæjarstjórnin samþykkti.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)

10.Öryggismyndavélakerfi - löggæslumyndavélar

2001077

Samningur um löggæslumyndavélar lagður fram til samþykktar.

Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs þann 19. júní sl. og er því málið lagt fyrir á ný.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi samning um löggæslumyndavélar.

11.Asparskógar 19 - Umsókn um byggingarlóð

1906179

Vetrarfell ehf. hefur óskað eftir að fá greiðslufrest á síðari hluta gatnagerðargjalda vegna Asparskóga 19 en verksmiðjuframleiðandi eininganna hefur gefið það út að hann nái ekki að anna framleiðslu á eingingum bæði fyrir Asparskóga 21 og Asparskóga 19 en fyrirhugað er að ljúka framkvæmdum vegna Asparskóga 21 í september næstkomandi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12.Styrktarsjóður EBÍ árið 2020

2003183

Nýverið fékk Akraneskaupstaður styrkveitingu úr styrktarsjóði EBÍ (Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands) að upphæð kr. 600.000 vegna verkefnisins Gagnvirk götukort. Markmið verkefnisins er að veita heimamönnum og ferðamönnum bæði innlendum og erlendum, aðgang að einföldu og gagnvirku korti sem hægt er að skoða í snjallsíma á einfaldan máta.

Hjálagt er minniblað verkefnastjóra um verkefnið.
Lagt fram.

13.Skagapassinn

1905257

Minniblað verkefnastjóra um breytt fyrirkomulag í tengslum við Skagapassann.
Bæjarráð samþykkir tillöguna um tilraunaverkefni út árið 2020.

Bæjarráð óskar eftir nánari greiningu á hvernig til hefur tekist með sölu Skagapassans fram til dagsins í dag og að síðar í haust verði lagðar fram ítarlegar upplýsingar sem nýtast munu þá til frekari ákvörðunar vegna komandi fjárhagsáætlunarvinnu Akraneskaupstaðar vegna ársins 2021.

14.Útgerðin ehf - rekstrarleyfi

2006209

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Útgerðin ehf. kt. 460718-1200 um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, krá, serm verður rekinn serm Útgerðin bar, að Stillholti 16-18 (F2101404), 300 Akranesi. Um er að ræða nýjan rekstraraðila krár á sama stað og Vitakaffi ehf hafði rekstrarleyfi LG-REK-014135 frá 21.12.2018

Óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar ásamt umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa sem liggur fyrir.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdi við útgáfu leyfisins sbr. meðfylgjandi umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.

15.Álagning fasteignagjalda árið 2021 - beiðni samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

2006226

Beiðni sveitarstjórnarráðherra vegna fasteignaskattsálagningar árið 2021
Lagt fram.

Bæjarráð tekur fram að við fjárhagsáætlunarvinnu Akraneskaupstaðar eru ávallt greindar ítarlega forsendur hækkana miðað við áætlaða hækkun fasteignarmats. Síðan er álagningarprósenta fassteignaskatta Akraneskaupstaðar stillt af og áhrifin af ætlaðri hækkun fasteignamats milduð. Þetta á bæði við um íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Akranesi. Sama verklag verður viðhaft við fjárhagsáætlunargerð Akraneskaupstaðar vegna ársins 2021.

16.Klúbburinn Geysir - umsókn um styrk 2020

2006169

Styrkumsókn klúbbsins Geysis fyrir árið 2020.
Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um starfsemi Klúbbsins Geysis.

Afgreiðslu málsins frestað.

17.Umbótavinna á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað

2001210

Úrbótaáætlun á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstaðar var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs þann 19. júní síðastliðinn. Áætlunin er lögð fyrir á ný.
Lagt fram.

Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að meirhluti bæjarstjórnar fallist á að gefa bæjarfulltrúum ráðrúm og tíma í að endurskoða og meta þær tillögur sem Capacent lagði fram í umbótarvinnu á rekstri og innra vinnulagi Akraneskaupstaðar. Að svo stórar ákvarðanir séu teknar án pólitískrar umræðu er óásættanlegt og því ánægjulegt að kalla eigi bæjarstjórn saman til vinnufundar með það að markmiði að komast að niðurstöðu sem lögð er á síðari stigum málsins fram til samþykktar.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Fulltrúar Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra leggja áherslu á að þetta mikilvæga mál verði áfram unnið í sátt og samvinnu allrar bæjarstjórnar. Boðað verður til vinnufundar bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi þar sem allir bæjarfulltrúar munu hafa svigrúm til að fara yfir umræddar tillögur.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)
Næsti fundur bæjarráðs verður fimmtudaginn 9. júlí, kl. 08:15.

Fundi slitið - kl. 13:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00