Fara í efni  

Bæjarráð

3336. fundur 01. mars 2018 kl. 08:15 - 11:25 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes Karl Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd

1801014

51. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20. febrúar 2018.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Endurskoðun laga um uppboðsmarkaði sjávarafla

1802332

Endurskoðun laga um uppboðsmarkaði sjávarafla.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að koma ábendingum og athugasemdum bæjarráðs á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og samtök sjávarútvegssveitarfélaga.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

52. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.
35. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, (brottfall kröfu um ríkisborgararétt).
128. mál til umsagnar - frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu).
133. mál til umsagnar - frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi).
42. mál til umsagnar - frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn).
Lagt fram.

4.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum tekur sæti á fundinum og kynnir framvindu hönnunarmála á Jaðarsbökkum.
Bæjarráð þakkar starfshópnum góða kynningu.

Bæjarráð felur starfshópnum að vinna áfram að málinu. Skil á lokaskýrslu með tillögum komi fram eigi síðar en 31. maí 2018.

5.List- og handverksfólk - húsnæðismál

1802379

Beiðni list- og handverksfólks um aðstoð við að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemi hópsins.
Fulltrúar hópsins, Áslaug Benedikstdóttir og Guðrún Gerður Guðrúnardóttir, taka sæti á fundinum.

Bæjarráð þakkar upplýsandi umræður á fundinum og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

6.Mannauðsdagur Akraneskaupstaðar 2018

1802402

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um mannauðsdag Akraneskaupstaðar 2018.
Bæjarráð samþykkir lokun í hálfan dag hjá stofnunum Akraneskaupstaðar vegna mannauðsdags haustið 2018. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en auglýsa þarf lokanirnar og gera nauðsynlegar ráðstafanir vegna þeirrar þjónustu hjá Akraneskaupstað sem er þess eðlis að lokun er ekki möguleg.

7.Einigrund 8 - tilboð/kaup í íbúð í eigu Íbúðalánasjóðs

1711097

Kaup á íbúð við Einigrund 8.
Bæjarráð samþykkir kaupin á íbúð 20102 að Einigrund 8, 300 Akranesi og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar og gerðar viðauka.

Gert var ráð fyrir að kaupin færu fram á árinu 2017 sbr. samþykkt bæjarstjórnar Akraness á 1261. fundi hennar þann 10. október 2017 en dráttur varð á frágangi málsins af hálfu Íbúðarlánasjóðs og stofnframlag ríkisins ekki afgreitt fyrr en í upphafi árs 2018. Vegna þessa er nauðsynlegt taka málið upp og til samþykktar að nýju.

Heildarkaupverð er 22.580.000 og stofnframlag ríkisins samkvæmt lögum nr. 50/2016 um almennar íbúðir samtals að fjáhæð kr. 4.422.196.

Útgjöldunum, samtals að fjárhæð um 18.158.000, verður mætt með lækkun rekstrarafgangs.

8.Rekstur dansskóla

1802086

Erindi menningar- og safnanefndar um stuðning Akraneskaupstaðar við rekstur dansskóla á Akranesi.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en felur bæjarstjóra að vinna málið áfram með umsækjanda.

9.Ræstingar í leikskólum

1802409

Samkomulag hefur náðst við Húsfélagaþjónustuna um ræstingar í leikskólum.
Lagt fram.

10.Almannavarnanefnd Vesturlands - sameinuð nefnd undir stjórn lögreglustjórans á Vesturlandi

1701283

Erindi Lögreglustjórans á Vesturlandi um samkomulag
um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn.

11.SSV - aðalfundur 2018

1802324

Fundarboð á aðalfund SSV sem haldinn verður á Hótel Hamri í Borgarnesi mánudaginn 19. mars 2018.
Erindið lagt fram og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falin frekari úrvinnsla málsins.

Fundi slitið - kl. 11:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00