Fara í efni  

Bæjarráð

3088. fundur 16. september 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Málefni Sementsverksmiðjunnar

1008094

Viðræður við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar kl. 16:00.

Til viðræðna mættu Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri og Gunnlaugur Kristjánsson, frá stjórn Sementsverksmiðjunnar og gerðu þeir grein fyrir rekstrarstöðu verksmiðjunnar.

2.Fjárlaganefnd - fundir með sveitarstjórnum 2010

1009046

Bréf fjárlaganefndar Alþingis, dags. 8. sept. 2010, þar sem fulltrúum sveitarfélaga er boðið til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Fundirnir verða haldnir í septemberlok 2010. Ósk um fund berist fyrir 17. sept. n.k.

Bæjarstjóra falið að undirbúa greinargerð til Fjárlaganefndar og fara til fundar við nefndina vegna verkefna á Akranesi fyrir árið 2011.

3.Grundaskóli - búnaðarkaup

1008042

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 24. ágúst 2010, varðandi úttekt á tölvubúnaði í Grundaskóla.
Á fundi bæjarstjórnar 14. sept. s.l. óskaði Guðmundur Páll Jónsson, eftir því að málið verði tekið til efnislegrar umræðu á fundi bæjarráðs, þar sem farið verði yfir meðferð málsins.

Til viðræðna mætti Sigmundur Ámundason, deildarstjóri bókhaldsdeildar.

Bæjarráð er sammála um að farið hafi verið eftir innkaupareglum Akraneskaupstaðar við kaup á tölvubúnaði.

4.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

1007020

Bréf formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. sept. 2010, þar sem boðað er til eigendafundar föstud. 17. sept. 2010 kl. 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Samkvæmt samþykktum OR mun bæjarstjóri sitja fundinn sem fulltrúi Akraneskaupstaðar.

5.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur

1009067

Bréf Björgunarfélags Akraness, dags. 13. sept. 2010, þar sem óskað er eftir viðræðum um endurnýjun á styrktar- og samstarfssamningi þeim sem í gildi er við Akraneskaupstað.

Bæjarráð samþykkir að boða bréfritara á fund bæjarráðs til viðræðna.

6.Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga nr. XXIV

1007023

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. sept. 2010, varðandi upplýsingar og skráningu á XXIV landsþing sambandsins 29. sept. til 1. okt. n.k.

Lagt fram.

7.Trjárækt í hestabeitarhólfi

1009053

Bréf Björns Jónssonar, dags. 9. sept. 2010, þar sem hann óskar samþykkis bæjaryfirvalda um að planta trjám í hestaskammbeitarhólf.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar framkvæmdaráðs.

8.Gamla kaupfélagið - lenging opnunartíma

1009069

Bréf Unu Lovísu Ingólfsdóttur, f.h. Gamla kaupfélagsins, í tölvupósti, dags. 13. sept. 2010, þar sem óskað er eftir lengingu á opnunartíma til kl. 04:00, aðfaranótt sunnud. 19. sept. 2010.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Einar Brandsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

9.SSV - aðalfundur 10.-11. sept. 2010

1008064

Ályktanir aðalfundar SSV, haldinn í Klifi, Snæfellsbæ, 10. - 11. sept. 2010.

Lagðar fram.

10.Skipulagsreglugerð - ábendingar sveitarstjórna

1009083

Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. sept. 2010 varðandi ábendingar sveitarstjórna vegna gerðar nýrrar skipulagsreglugerðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar skipulags- og umhverfisnefndar.

11.Uppgjör á framlagi v.lækkaðra fasteignaskattstekna 2010

1009081

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 13. sept. 2010, varðandi uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2010.

Lagt fram.

12.Dropinn - styrk- og stuðningsbeiðni

1009082

Bréf Dropans, styrktarfélags barna með sykursýki, varðandi styrk- og stuðningsbeiðni.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13.Gatnagerðargjöld-eldri lóðir

1006081

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 10. sept. 2010, þar sem tilkynnt er um staðfestingu á samþykkt um gjaldskrá fyrir sérstakt gatnagerðargjald vegna framkvæmda við eldri götur á Akranesi.

Lagt fram.

14.Íþróttamannvirki, uppbygging

1008038

Bréf starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja, dags. 14. sept. 2010, varðandi endurnýjun á íþróttaaðstöðu. Áætlaður kostnaður er 15 mkr.

Bæjarrráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar framkvæmdaráðs.

15.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 14. sept. 2010, varðandi samningsdrög um myndun þjónustusvæðis fyrir Vesturland, vegna yfirtöku málefna fatlaðra um næstu áramót.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Akraness.

16.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

Fundargerð 3. fundar starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 9. sept. 2010.

Lögð fram.

17.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerð 131. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 17. ágúst 2010.

Lögð fram.

18.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

Fundargerð 77. fundar stjórnar Faxaflóahafna frá 13. ágúst 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00