Fara í efni  

Bæjarráð

3212. fundur 27. febrúar 2014 kl. 16:15 - 18:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Þröstur Þór Ólafsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Gunnar Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur - framtíð sjóðsins.

1302025

Svar sýslumannsins á Sauðárkróki dags. 31.1.2014 um niðurlagningu Minningarsjóðs Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur.

Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur frá Bræðaparti á Akranesi á sér merka sögu. Hann var stofnaður af börnum hjónanna, þeim Ingunni M. Jónsdóttur Freeberg, Jóni Kr. Jónssyni og Ólafi Jónssyni, með skipulagsskrá staðfestri af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu samkvæmt skipun forseta Íslands þann 19. nóvember 1971. Eign sjóðsins er landið Bræðrapartur á Akranesi og renna lóðarleigutekjur af landinu í sjóðinn. Fimm menn skipa stjórn sjóðsins þar af þrír tilnefndir af stofnendum sjóðsins eða nánustu afkomendum, forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri Akraness.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja ungt fólk til náms í sambandi við sjávarútveg og vinnslu sjávarafurða, svo sem nám til skipstjórnar, vélstjórnar, verkstjórnar og fiskiðnaðar. Ennfremur er heimilt að verja hluta af tekjum sjóðsins til slysavarna. Úthlutunarreglur gera ráð fyrir að 80 % af tekjum sjóðsins megi úthluta en ekki megi skerða höfuðstól hans. Nokkurn tíma tók að byggja upp verðmæti sjóðsins en fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram árið 1999.
Á þeim tíma sem sjóðurinn hefur verið starfræktur hafa alls þrír einstaklingar fengið úthlutaða styrki til náms að undangengnum skriflegum umsóknum en einnig fékk Björgunarfélag Akraness úthlutað veglegum styrk árið 2004 til kaupa á búnaði fyrir félagið.
Frá árinu 1999 hefur Akraneskaupstaður annast allar fjárreiður fyrir minningarsjóðinn án endurgjalds samkvæmt sérstöku samkomulagi.
Nú hefur sjóðsstjórn, í samræmi við ákvæði skipulagsskrárinnar, tekið þá ákvörðun að leggja sjóðinn niður og ánafna Bræðrapartslóðina og verðmæti sjóðsins (um 54 mkr.) með eftirfarandi hætti:
1. Lóðir Bræðraparts fara til eignar Björgunarfélags Akraness og Slysavarnadeildarinnar Lífar til jafnrar eignar.
2. Björgunarfélag Akraness fær 15 mkr. til endurnýjunar á sjóbjörgunarbátnum Margréti Guðbrandsdóttur.
3. Slysavarnadeildin Líf fær 5 mkr. til uppbyggingar umferðaröryggissjóðs í umsjón Slysavarnadeildarinnar.
4. 14 mkr. fara til byggingar heitrar laugar á Langasandi sem nýtt verði fyrir félaga í Sjósundfélagi Akraness og fyrir aðra gesti Langasands.
5. 10 mkr. fari til til Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi. Helstu verkefni eru lagfæring og betri varðveisla á bátnum Sæunni, endurbætur á Hjallinum og fleiri muna frá Bræðraparti.
6. Til fjármögnunar endurbóta sem hafa verið framkvæmdar á gamla vitanum á Breið á Akranesi.
Við þessi tímamót vill bæjarráð Akraneskaupstaðar þakka afkomendum heiðurshjónanna Jóns Gunnlaugssonar og Guðlaugar Gunnlaugsdóttur ómetanlegt framlag þeirra til íbúa Akraneskaupstaðar og fyrir ánægjulegt samstarf.

Bæjarráð staðfestir einnig drög að erindisbréfum fyrir starfshóp vegna styrkveitingar til Byggðasafnsins og starfshóp vegna heitrar laugar við Langasand.

2.Heiðarbraut 40 - breytt notkun lóðar

1401127

Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 4.2.2014, þar sem gerð er grein fyrir fyrirspurn Skarðseyrar ehf. um heimild til að breyta deiliskipulagi Arnardalsreits vegna Heiðarbrautar 40.
Nefndin tók jákvætt í erindið. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi bæjarráðs. 13.2.2014.

Bæjarráð samþykkir að hafin verði skipulagsvinna vegna málsins.

3.Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga - lífeyrisskuldbindingar

1306038

Bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 17.2.2014, vegna lífeyrisskuldbindinga A-deildar LSS.

Lagt fram.

4.Sjómannadagurinn 2014

1402224

Hátíðahöld á sjómannadaginn 2014.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 200.000 fjárframlag til Björgunarfélags Akraness vegna viðburða fyrir börn og unglinga við Akraneshöfn á Sjómannadaginn 1. júní nk.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-83-4995.

5.FEBAN - styrkbeiðni v. húsnæðis

1402221

Ósk Félags eldri borgara á Akranesi og nágrennis um styrk vegna bókbandsstarfsemi félagsins.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð kr. 75.000 til Félags eldri borgara á Akranesi (FEBAN) vegna leigu á húsnæði KFUM og K undir bókbandsstarfsemi félagsins fyrir tímabilið október 2013 til og með febrúar 2014.
Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-83-4995.

6.Mæðrastyrksnefnd - skil á ársreikningi v. styrks

1311110

Ársreikningur Mæðrastyrksnefndar á Vesturlandi fyrir árið 2013.

Lagður fram.

7.Skessuhorn - kynningarblað um sjávarútveg

1402246

Útgáfa á kynningarblaði um sjávarútveg í samráði við fyrirtæki á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 800.000 til Skessuhorns Fréttaveitu Vesturlands vegna kynningarblaðs þar sem umfjöllunarefnið er Akranes sem vaxandi sjávarútvegsbær. Fyrirhugað er að kynningarblaðið verði gefið út í 30.000 eintökum og verði útgefið í lok mars eða byrjun apríl nk.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 21-83-4995.

8.NORDJOBB - sumarstörf 2014

1402183

Erindi NORDJOBB dags. 14.2.2014, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður ráði tvo starfsmenn til starfa sumarið 2014.

Bæjarráð þakkar erindið en getur ekki tekið þátt í verkefninu að þessu sinni.

9.Vesturlandsvaktin - hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

1401198

Þakkarbréf frá Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags. 11.2.2014.

Lagt fram.

10.Starfshópur um jafnréttisstefnu

1205094

Erindi starfshóps um jafnréttisstefnu mótt: 26.2.2014, ásamt lokatillögu og umsögnum.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

11.Rekstur tjaldsvæðis 2013 - 2016

1211115

Tölvupóstu Kötlu M. Ketilsdóttur frá 26.2.2014, þar sem hún segir upp samningi um rekstur tjaldsvæðis.

Bæjarráð samþykkir uppsögn rekstraraðila tjaldsvæðisins og þakkar Kötlu Ketilsdóttur fyrir samstarfið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi vegna uppsagnarinnar.

12.Starf ferðamálafulltrúa

1402276

Tillaga um að fallið verði frá ráðningu markaðs- og kynningarfulltrúa og auglýst verði starf ferðamálafulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá ráðningu markaðs- og kynningarfulltrúa og auglýst verði starf ferðamálafulltrúa sem hafi meðal annars það hlutverk að annast rekstur tjaldsvæðisins og upplýsingamiðstöðvar Akraneskaupstaðar.

13.Þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Akranesi

1306073

Tillaga starfshóps um þjónustumiðstöð fyrir aldraða dags. 27.2.2014.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við forsvarsmenn Bifreiðastöðvar Þórðar Þ. Þórðarsonar (ÞÞÞ) um möguleg kaup Akraneskaupstaðar á fasteign fyrirtækisins ásamt lóðaréttindum við Dalbraut 6.

14.Hvalfjarðargöng - tvöföldun

1402254

Ályktun um tvöföldun ganganna.

Akraneskaupstaður mótmælir öllum hugmyndum um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum eftir að Spölur afhendir þau ríkinu árið 2018, en það ár er gert ráð fyrir því að skuldir vegna ganganna verði uppgreiddar. Akraneskaupstaður telur mikilvægt að huga þegar að tvöföldun Hvalfjarðarganga í því skyni að auka öryggi vegfarenda en telur að íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja á Akranesi og Vesturlandi geti ekki einir landsmanna búið við sérstakar álögur vegna nauðsynlegra úrbóta í samgöngumálum. Frá því að Hvalfjarðargöng voru opnuð hafa átt sér stað úrbætur í vegamálum víða á landinu, m.a. með tvöföldun Reykjanesbrautar og undirbúningi að breikkun Suðurlandsvegar. Íbúar á þessum svæðum hafi ekki þurft að greiða sérstakt gjald fyrir þær framkvæmdir.

Akraneskaupstaður fagnar framkominni þingsályktunartillögu um að setja Sundabraut aftur á samgönguáætlun. Lagning Sundabrautar skiptir miklu máli fyrir íbúa á Akranesi þar sem hún styttir vegalengdina til Reykjavíkur um tíu kílómetra. Þá hafa bættar samgöngur áhrif á núverandi atvinnustarfsemi og uppbyggingaráform á Akranesi og í nágrenni.

15.Akurshóll - auglýsing

1402267

Tillaga umhverfis- og framkvæmdasviðs um að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að byggja upp og reka ferðaþjónustu á Akurshól.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir áhugasömum aðila til að byggja upp og reka ferðaþjónustu á Akurshól.

16.Fundargerðir 2014 - Starfshópur um jafnréttisstefnu

1402129

16. fundargerð frá 22.1.2014

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00