Fara í efni  

Bæjarráð

3111. fundur 03. mars 2011 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Ótímabundið leyfi frá störfum bæjarfulltrúa

1103004

Bréf Reynis Georgssonar dags. 14. febrúar 2011 þar sem hann óskar eftir ótímasettu leyfi frá störfum framkvæmdaráðs og bæjarstjórnar.

Erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Stjórnskipulag Akraneskaupstaðar - breyting 2011

1012148

Tillaga að breytingu á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögunni. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

3.Bæjarmálasamþykkt - breyting 2011

1102358

Tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Erindisbréf - breytingar 2011.

1102357

Drög að erindisbréfum fyrir bæjarritara, starfsmanna- og gæðastjóra, þjónustu- og upplýsingastjóra og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og SKipulags- og umhverfisstofu.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir erindisbréfunum. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfin verði samþykkt.

5.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2012-2014.

1102111

Bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

6.Starfsmat - beiðnir 2011

1101137

Beiðni bæjarritara dags. 27.2.2011 um starfsmat vegna starfsmanns í Kirkjuhvoli.

Bæjarráð staðfestir samþykkt samstarfsnefndar.

7.Fablab - ráðning verkefnisstjóra

1102014

Bréf Helgu Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra dags. 8.2.2011 þar sem gerð er grein fyrir ráðningu Vigdísar Sæunnar Ingólfsdóttur í starf verkefnisstjóra FabLab.

Bæjarráð staðfestir ráðninguna.

8.Búnaðarkaup árið 2011

1101176

Bréf Guðbjargar Gunnarsdóttur dags. 18.2.2011 þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að endurnýja tæki að upphæð kr. 290.000,-

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi úr sjóði vegna viðhalds áhalda.

9.Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda.

1102345

Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995

Bæjarstjóri gerði grein fyrir reglunum. Afgreiðslu frestað.

10.Blús/djasshátíð 2010 - styrkbeiðni.

1010023

Beiðni stjórnar Blús- og djassfélags Akraness dags. 7. febrúar 2011 þar sem þess er farið á leit við bæjaryfirvöld að endurskoðuð verði ákvörðun um styrkveitingu vegna hátíðarinnar sem haldin var á árinu 2010.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til verkefnisins kr. 150.000.-. Kostnaðurinn fellur undir fjárhagsárið 2010.

11.Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga

1101026

Bréf fjölskylduráðs dags. 22. febrúar 2011 þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á hækkun framfærsluviðmiðunar á árinu 2011 sem nemur hækkun neysluvísitölu m.v. 1. febrúar 2011. Hækkunin er 2,9% og gildir frá 1. mars 2011.

Bæjarráð staðfestir samþykkt fjölskylduráðs.

12.Aðalfundur Sorpurðurnar Vesturlands 2010

1102284

Fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vestulands hf sem haldin verður á Hótel Hamri, föstudaginn 11. mars 2011 kl. 13:30.

Fulltrúar Akraneskaupstaðar í stjórn Sorpurðunar samkvæmt kosningu bæjarstjórnar Akraness frá 15. júní 2010 eru þeir Þröstur Þ. Ólafsson og Magnús Freyr Ólafsson.

Bæjarráð felur Þorvaldi Vestmann framkvæmdastjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

13.Menningarráð Vesturlands - ársreikningur 2010

1102334

Lagður fram til upplýsinga.

14.Framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

1102351

Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 23. febrúar 2011, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Framboðsfrestur er til 18. mars 2011 kl. 12:00.

Lagt fram.

15.Löggæslumál á Akranesi

1101125

Ályktun Lögreglufélags Akraness frá 14. janúar 2011 varðandi áhyggjur félagsins á stöðu löggæslumála á svæðinu.

Bæjarráð Akraness hefur fjallað um ályktun Lögreglufélags Akraness og rætt m.a. við sýslumann og yfirlögregluþjón hjá Sýslumannsembættinu á Akranesi um stöðu löggæslumála á Akranesi.

Bæjarráð tekur undir ályktun Lögreglufélags Akraness og telur að ekki verði gengið lengra í niðurskurði í löggæslu á svæðinu. Sé lengra gengið kann það að skapa almennt óöryggi og hættu á aukinni tíðni afbrota með ófyrirséðum afleiðingum. Bæjarstjóra falið að koma ályktun bæjarráðs á framfæri við Innanríkisráðuneytið og þingmenn kjördæmisins.

16.Skagaleikflokkurinn - styrkbeiðni

1012060

Beiðni Skagaleikflokksins dags. 8.12.2010 um styrk vegna hallarekstrar árið 2010.

Bæjarráð samþykkir að boða bréfritara á fund bæjarráðs.

17.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands frá 25. janúar 14. febrúar 2011.

Lagðar fram.

18.Stafshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum

1012103

Fundargerðir frá 16. og 23. febrúar 2011.

Lagðar fram.

19.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök

1101010

Fundargerð frá 23. febrúar 2011.

Lögð fram.

20.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Fundargerð starfshóps frá 21. febrúar 2011.

Lögð fram.

21.Háhiti ehf. - fundargerðir

1102167

Fundargerðir stjórnar frá 19. febrúar og 6. maí 2010.

Lagðar fram.

22.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

1010035

Fundargerð stjórnar frá 21. febrúar 2011.

Lögð fram.

23.Fab Lab starfshópur - fundargerðir

1002032

Fundargerð starfshóps frá 3. febrúar 2011.

Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00