Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

156. fundur 31. mars 2008 kl. 18:00 - 20:00

156. fundur atvinnumálanefndar var haldinn mánud. 31. mars 2008 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

 

Mættir voru:                 Ásgeir Hlinason formaður

                                    Björn Guðmundsson

                                    Haraldur Helgason

                                    Þórður Þ. Þórðarson

                                    Dagný Jónsdóttir

 

Auk þeirra sat fundinn Tómas Guðmundsson, markaðsfulltrúi, sem einnig ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

1.   Bréf bæjarráðs, dags. 28.3.2008, þar sem óskað er umsagnar atvinnumálanefndar um tillögur starfshóps um endurskoðun á skipulagi menningar- og safnamála á Akranesi, dags. 26.3.2008.

Nefndin lýsir yfir ánægju með ýmsa hluta tillögunnar en óskar eftir nánari útlistun á því hvað felst í markaðs- og kynningarmálum m.t.t. markaðssetningar atvinnulífs. Nefndin óskar eftir að nýsköpunar- og þróunarstarf sé skilgreint nánar m.t.t. þess sviðs sem verkefnin falla undir.  Einnig hefur nefndin áhyggjur af því að hafa ekki lengur aðgang að starfsmanni fyrir nefndina.

 

2.   Námskeiðshald.

Markaðsfulltrúi kynnti stöðu mála. Umræddur viðburður verður haldinn innan tveggja vikna.

 

3.   Önnur mál.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.10.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00