Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

121. fundur 01. september 2004 kl. 18:15 - 19:30

121. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikud. 1. september 2004, í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


 Mættir voru:             Guðni Tryggvason, formaður,

                                Ástríður Andrésdóttir,

                                Þórður Þ. Þórðarson.

 

Auk þeirra markaðs- og atvinnufulltrúi, Rakel Óskarsdóttir og bæjarritari, Jón Pálmi Pálsson, sem einnig ritaði fundargerð.


Fyrir tekið:

 

1. Skýrsla um sjávardýrasafn á Akranesi.

Gert var grein fyrir stöðu mála.

 

2. Atvinnuleysi á Akranesi, tölur fyrir ágúst 2004.

Markaðs- og atvinnufulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála, en atvinnuleysi á Akranesi var um síðustu mánaðamót samtals 78 einstaklingar sem er sambærilegt og var á síðasta ári.

 

3. Skýrsla um Almenningssamgöngur á Vesturlandi.

Málið rætt, skýrslan lögð fram.

 

4. Bókun bæjarráðs frá 30. júní 2004 varðandi tillögu atvinnumálanefndar um viðræður við Strætó bs. um akstur strætisvagna til Akraness. 

Bæjarráð samþykkti tillögu nefndarinnar og fól nefndinni og bæjarritara að fylgja málinu eftir.

Bæjarritari gerði grein fyrir stöðu mála.

 

5. Upplýsingamiðstöð, bréf Þorsteins Þorleifssonar dags. 27.08.04, þar sem farið er fram á samning um rekstur upplýsingamiðstöðvar.

Samþykkt að ræða nánar við bréfritara.

 

6. Skoðanakönnun.  Áhrifasvið höfuðborgarsvæðis og helstu þéttbýlisstaða.

Markaðs- og atvinnufulltrúi gerði grein fyrir fyrirhugaðari könnun, en verið er að óska eftir þátttöku Akraness í verkefninu.  Atvinnumálanefnd telur ekki ástæðu til að taka þátt í verkefninu.

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00