Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

118. fundur 26. maí 2004 kl. 18:15 - 19:25

 118. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtudaginn 26. maí 2004, í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:15.


 Mættir voru:                 Guðni Tryggvason, formaður,

                                    Pétur Svanbergsson,

                                    Ástríður Andrésdóttir,

                                    Guðrún Elsa Gunnarsdóttir.

  

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð og markaðs- og atvinnufulltrúarnir, Rakel Óskarsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.


 

Fyrir tekið:

 

1 Sjávardýrasafn.

Markaðs- og atvinnufulltrúum falið að afla frekari gagna varðandi málið og í framhaldi af því er stefnt að fundi með fulltrúa samgöngunefndar Alþingis.

 

2. Fundur um atvinnusvæðið á suðvesturlandi.

Formaður og markaðs- og atvinnufulltrúi gerðu grein fyrir umræðum á fundinum.

 

3. Samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar, Símenntunarmiðstöðvar og Svæðisvinnumiðlunar.

Formaður og markaðs- og atvinnufulltrúi gerðu grein fyrir viðræðum sínum og fulltrúum Símenntunarmiðstöðvarinnar og Svæðisvinnu-miðlunar við forráðamenn á Grundatangasvæðinu um kynningu á svæðinu og námskeiðahald fyrir fólk í atvinnuleit.  Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu. 

 

4. Bréf Upplýsinga og kynningarmiðstöðvar Vesturlands, ódags., þar sem farið er fram á framlag vegna vinnu við gerð  fjögurra sjónvarpsþátta um Vesturland.

Atvinnumálanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu, markaðs- og atvinnufulltrúa falið að skilgreina verkefnið nánar með verkefnisstjóra.

 

5. Önnur mál.

Almenningssamgöngur við Reykjavíkursvæðið.  Samþykkt að óska eftir fundi með forráðamönnun Stætó bs. í ljósi þess að sérleyfi á milli Reykjavíkur og Akraness rennur út á næsta ári.

 

Formaður og markaðs- og atvinnufulltrúi gerðu grein fyrir kynningu sem þau sátu þar sem kynnt voru námskeið á vegum Junior Achievement á Íslandi fyrir nemendur í íslenskum skólum.  Fyrirhugað er að þróa og innleiða hagnýta þjálfunaráætlun fyrir nemendur með samvinnu á milli fyrirtækja og menntastofnana.

 

Rætt um samvinnu við Markaðsráð Akraness um málþing/ráðstefnu og útgáfu blaðs á haustdögum.

 

Atvinnuátaksverkefni, bæjarritari gerði grein fyrir stöðu á þeim verkefnum sem í gangi eru og umsóknum um verkefni til Svæðisvinnumiðlunar.

 

Formaður gerði grein fyrir fundi sem hann sat ásamt bæjarritara varðandi fyrirkomulag menntasmiðju.

         

Samstarf við Orkuveitu Reykjavíkur um nýsköpun og úrvinnslu hugmynda um atvinnuuppbyggingu.  Bæjarritari gerði grein fyrir stöðu mála.    

  

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00