Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

99. fundur 18. september 2002 kl. 18:00 - 20:20

99. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 18. september 2002 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
 Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
 Ástríður Andrésdóttir,
 Þórður Þ. Þórðarson.
Bæjarritari: Jón Pálmi Pálsson.
Markaðsfulltrúi: Magnús Magnússon.

Fyrir tekið:

1. Smáhýsabyggð við Garðalund.   Bæjarráð hefur sent atvinnumálanefnd til umfjöllunar hugmyndir Trésmiðjunnar Akurs h.f. til skoðunar.  Til viðræðna mætti Halldór Stefánsson frá Trésmiðjunni Akri hf. Halldór gerði nánari grein fyrir hugmyndinni sem gengur út á að stofna rekstrarfélag sem ætti og sæji um rekstur sumarhúsa, smáhýsa og tjaldsvæðis við Garðalund.
Atvinnumálanefnd telur hugmyndina allrar athygli verða og rétt sé að bæjaryfirvöld ásamt hagsmunaaðilum kanni hvort hugmyndin geti orðið að veruleika m.a. með nauðsynlegri markaðs- og hagkvæmniathugun.

2. Samantekt um áhrif Norðuráls á Akranes og nágrenni.
Lögð fram samantekt markaðsfulltrúa dags. í september 2002, um uppbyggingu Norðuráls hf. og samfélagsleg áhrif stóriðjunnar á bæjarfélagið og næsta nágrenni.  
Atvinnumálanefnd samþykkir að óska eftir viðræðum við forráðamenn Norðuráls hf. um samstarf og uppbyggingu atvinnumála á Akranesi.

3. Útgáfa á kynnisefni fyrir Akranes.
Rætt um hvort ekki sé rétt að halda áfram útgáfu á ?Skaginn skorar?.
Markaðsfulltrúa falið að kanna grundvöll fyrir útgáfu á nýju blaði sem kæmi út fyrri part vetrar.

4. Almenningssamgöngur.
Atvinnumálanefnd vekur athygli á því að núverandi samningur um strætisvagnaakstur innan bæjar, rennur út um næstu mánaðarmót.  Atvinnumálanefnd beinir því til bæjarráðs að málið verði skoðað og ákvörðun tekin um framhald málsins, þ.e. hvort samningur verði endurnýjaður eða aksturinn boðinn út að nýju.

5. Námskeið um stofnun fyrirtækja.
Markaðsfulltrúa falið að kanna hvort möguleiki er á því að Iðntæknistofnun standi fyrir námskeiði um stofnun fyrirtækja sem haldið verði á Akranesi næsta vetur.

6. Önnur mál.  Formaður greindi frá fundi sínum og markaðsfulltrúa með skipulags- og umhverfisnefnd þar sem rætt var m.a. um stefnumótum í atvinnumálum 2001-2007 og samstarf á milli nefndanna.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00