Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

98. fundur 29. ágúst 2002 kl. 18:00 - 20:10

98. fundur  atvinnumálanefndar Akraneskaupstaðar var haldinn
fimmtud.  29. ágúst 2002 kl. 18:00 í Maríukaffi, Safnaskálanum.


Mættir: Guðni Tryggvason, formaður,
Guðrún Elsa Gunnarsdóttir,
Ástríður Andrésdóttir,
Pétur Svanbergsson,
Þórður Þ. Þórðarson.
Bæjarritari: Jón Pálmi Pálsson.
Markaðsfulltrúi:  Magnús Magnússon.

Fyrir tekið:

1. Stutt skoðun um svæðið.

2. Erindi bæjarráðs v/fyrirkomulags almenningssamgangna.
Atvinnumálanefnd samþykkir að fela markaðsfulltrúa að vinna áfram að málinu, þ.a.m. að leggja fram hugmyndir að könnun um þörf á slíkum akstri.

3. Erindi bæjarráðs v/Allrahanda ? auglýsing vegna dagsferða til Akraness.
Atvinnumálanefnd lítur jákvætt á þá hugmynd að auglýsa fyrir allt að 150 þúsund krónur í kynningarbæklingi Allrahanda vegna dagsferða fyrirtækisins til Akraness.

4. Formaður kynnir áhersluatriði nýhafins kjörtímabils og endurskoðun framtíðarsýnar rædd.
Lagðir fram minninpunktar úr málefnasamningi meirihlutans um atvinnumál.

5. Hugmyndakarfan.
Formaður kynnti hugmyndina.

6. Efling markaðs- og atvinnumálaskrifstofu.
Atvinnumálanefnd beinir því til bæjaryfirvalda að starfssemi atvinnumálanefndar og markaðs- og atvinnuráðgjafar á Akranesi verði efld sem fyrst bæði með auknu fjármagni til nefndarinnar og ráðningu á viðbótar starfsmanni.

7. Önnur mál.
Samþykkt að stefna að því að fundir nefndarinnar verði hér eftir fyrsta og þriðja miðvikudag hvers mánaðar.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00